Úrval - 01.11.1982, Page 35
33
Hér segir frá landi sem býður hóglífi, lystisemdir,
vellandi olíu og skattleysi.
RÍKASTA KONUNG-
DÆMIJARÐAR
— William Warren —
V.
si\ /K
T----
IV
% IÐ GLITRANDI strönd
(!) Suður-Kínahafs á norð-
J'. vesturströnd Borneó er
•J- land. Þar þarf enginn að
vinna hörðum höndum,
enginn að borga skatta og glæpir eru
svo til óþekkt fyrirbæri. Þessi nútíma
edenslundur er breska verndarríkið
Brunei. Það er soldánsríki og liggur á
milli ríkjanna Sabah og Srawak í
Malajsíu.
Brunei er auðugasta smáríki
Suðaustur-Asíu en ríkidæmið er að
þakka miklum olíulindum undan
strönd ríkisins þar sem framleiddar
eru rúmlega 200.000 tunnur af úrvals
bensíni á dag og auk þess gríðarlega
mikið af gasi. íbúarnir, sem eru
177.000, lifa í vellystingum
praktuglega og veita sér allt sem
hugurinn girnist og rúmleg'a það.
Nýlega flaug ég til höfuðborgar
Brunei, Bandar Seri Begawan, sem er
lítil en hávaðasöm, og lenti á lengsta
vöruflutningaflugvelli í Suðaustur-
Asíu. Sagan segir að þegar átti að fara
að hanna flugbrautina á sjötta ára-
tugnum hafi soldáninn sem þá ríkti,
Sir Omar Ali Saifuddin, verið spurð-
ur hve löng hún ætti að vera.
,,Hve langar geta þær verið?”
spurði hann.
Þegar ég ók inn í borgina eftir sex
akreina hraðbrautinni ásamt flota af
splunkunýjum Toyotabílum og
Mercedes Benz, sá ég að verið var að
byggja íbúðarblokkir og skrifstofu-
byggingar á vegum ríkisins á nýrudd-
um svæðum Utan borgarmarkanna.
Þar er grasið svo grænt og vel slegið að
það líkist helst gervigrasi. Marglit
blóm eru eins og sýnishorn úr gras-
garði.
í Bandar Seri Begawan ber hina