Úrval - 01.11.1982, Side 36

Úrval - 01.11.1982, Side 36
34 ÚRVAL RÍKASTA KONUNGDÆMIJARDAR 35 stórfenglegu mosku, sem Omar Ali Saifuddin lét byggja, við himin. Hún kostaði 2,5 milljónir punda og er gulli skreytt með kremgulum turni. Moskan var byggð fyrir tíu árum og voru steindir gluggar fengnir frá Englandi, marmari frá Ítalíu og granít frá Shanghai. í turninum eru lyftur fyrir þá sem sjá vilja hið stór- fenglega útsýni yfir borgina. Fögur eftirlíking úr steini af ævagömlu skipi sýnist fljóta á spegilsléttu yfirborði vatnsins sem umlykur moskuna á þrjá vegu. Hótelið mitt var í gamla bæjar- hlutanum við Bruneiána, við hliðina á röð kínverskra verslana sem fram- hliðina vantaði í. Hinum megin við ána mátti líta Kampong Ajer sem minnir á forna tíð Brunei. Þar búa 10.000 manns, aðallega Malajar, sem eru helmingur íbúa Brunei. Þarna er þéttbýlt og timburhúsin eru byggð á staurum og tengd saman með léleg- um plönkum. Fyrir utan olíuútflutningsborgirnar Seria og Kuala Belait, en þar búa erlendir verkamenn í hverfum út af fyrir sig, er Bandar Seri Begawan eina borgin í Brunei sem einhverja þýðingu hefur. Andrúmsloftið þar er hlýlegt og rólegt. Á veitingastöðunum meðfram ánni sátu ungar stúlkur í litfögrum kjólum og piltar í nýtísku buxum, borðuðu , ,saté' ’ og drukku ískaffi eða kókoshnetumjólk. Áberandi skilti minna gesti veitingahúsanna á að múhameðstrúarmönnum er bannað að drekka áfengi og 30 lögreglumenn á vegum kirkjumálaráðuneytisins sjá um að þessum lögum sé framfylgt auk annarra, eins og til að mynda laga sem banna blíðuhót á almanna- færi. En ég sá ekki betur en lögreglu- sveitin væri óþörf. Ungt fólk í til- hugalífinu var jafnsiðsamt og persón- ur í skáldsögu frá Viktoríutímanum. Tuttugu og fjögur prósent íbúa Bandar Seri Begawans eru kínversk. ,,Þeir vinna best allra,” sagði enskur vinur minn. Fyrir utan kínversku búðirnar virtist allt splunkunýtt og ekki sparað til neins en stakk þó í stúf við grænt umhverfið. Opinber bygg- ing með gríðarstóra mósaíkmynd á framhliðinni, sem lýsir ýmsu í menn- ingu Brunei, stendur við hliðina á eldri byggingu sem ber svip nýlendu- tímans. Malajsískir skólastrákar í röndótt- um peysum og sportsokkum léku rugby á flötinni fyrir framan mosk- una. Margt fólk á flötinni klæddist hvítu klæði sem sýndi að það hafði farið í pílagrímsför til Mekka. Við sólarlag kallar muezzin alla trúaða til kvöldbæna og truflar með því alla starfsemi í borginni. Maður nokkur sagði mér að mú- hameðstrú boðaði heilbrigt fjöl- skyldulíf og náungakærleik og er það líklega þess vegna sem lítið er um glæpi hjá þeim. Hér er framið morð á þriggja til fjögurra ára fresti. Þegar sjónvarpið kom til sögunnar töldu margir að það hefði slæm áhrif á unga fólkið en fram að þessu hefur sú spá ekki ræst. Vel er litið eftir öllum þörfum íbú- anna. Læknisþjónusta er ókeypis og ekkjur fá lífeyri, einnig gamalt fólk og jafnvel fjölskyldur fanga. Matvara, olía og rafmagn er niðurgreitt að stór- um hluta. Ríkisstarfsmenn fá hús- næði á lágri leigu og vaxtalaus lán til kaupa á bílum og hraðbátum. Af þessum sökum er um það bil þriðj- ungur vinnufærra manna í þjónustu ríkisins og þjónustan tekur stundum á sig einkennilegar myndir. Til dæm- is eru ungu stúlkurnar í litfögru sam- festingunum, sem standa á gangstétt- unum, lifandi stöðumælar. Þær fylgjast með því hvenær bílar koma og fara af bílastæðum borgarinnar en allt að því hver fjölskylda í borginni á að minnsta kosti eitt farartæki. Enn undarlegra er þó starf frumbyggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.