Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 39
RÍKASTA KONUNGDÆMIJARÐAR
37
Bolkiah. Hann er 32 ára, hlaut
menntun í Sandhurst og er allt að því
einvaldur í Brunei. Hann er hinn 29.
í röð þeirra sem hlotið hafa embættið
að erfðum og tók við því er faðir
hans, Omar, sagði af sér. Bolkiah hef-
ur enskan þjón, á 20 bíla, 180
pólóhesta í húsi og hefur 200.000
pund í farareyri á ári.
En þrátt fyrir háar tekjur ráða-
manna fær þjóðin megnið af auð-
æfunum. Á síðustu 15 árum hefur
verið byggð höfn í Muara, holræsi í
öllum borgum landsins, raforkuver,
skólar, heilsugæslustöðvar, mörg
hundruð kílómetra langir vegir í
gegnum frumskóginn og þar að auki
komið upp vel vopnuðum her.
Einnig hefur fjármagni verið veitt
til alls konar menningarstofnana. I
Bandar Seri Begawan er fyrirtaks
sædýrasafn og við hliðina á því er
Churchillsafnið sem kostaði 2,5
milljónir punda. Þótt Winston
Churchill kæmi aldrei til Brunei leit
Omar Ali Saifuddin soldán á hann
sem frábæran leiðtoga og byggði
safnið til að ungt fólk á öllum tlmum
gæti tekið hann til fyrirmyndar.
í ár munu um það bil 500 milljón
pund renna í ríkiskassann en þrátt
fyrir hin gríðarlegu auðæfi lúra
áhyggjurnar á næsta leiti. Hvað gerist
þegar olíuna þrýtur? Iðnaður er lítill
og þrátt fyrir að landbúnaður sé
stundaður verður að flytja inn um
80% matvæla. Verslunarráði hefur
verið komið á fót og er aðalverkefni
þess að reyna að fá erlend ríki til sam-
vinnu um framleiðslu á áburði, gleri
og lyfjum til útflutnings.
Síðasta kvöld veru minnar í Brunei
fór ég inn í moskuna og þar varð ég
áþreifanlega var við þá trú sem mót-
að hefur lífið í Brunei í fímm aldir.
Hugur minn fylltist ró og mér datt í
hug fullt nafn ríkisins, Brunei Dural
Salam — bústaður friðarins. ★
Langhlaupsþjálfarinn Ted Hayden við Chicagoháskóla segist
endanleg-; hafa fundið út hvers vegna maraþonhlauparar geti hlaup-
ið þar til svo til allur þróttur líkamans sé á þrotum. „Fótbeinin em
tengd beinunum í hnjánum. Hnébeinin eru tengd við hrygginn.
Hryggurinn er tengdur hálsbeinunum og hálsbeinin ekki neinu. ’ ’
— J.A.G.
Ég sagði konunni minni að dag nokkurn langaði mig að ferðast til
ókunnrar plánetu. Hún minnti mig á að ég væri nú þegar á einni.
— J. Fiebig