Úrval - 01.11.1982, Síða 42
40
ÚRVAL
,,Og okkur vantar enn bækur,”
segir Akbar. ,,Það var þess vegna sem
ég ákvað að opna safnið mitt til af-
nota fyrir almenning. ’ ’
24. febrúar 1976, setningardag 25.
flokksþings Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, var bókasafn Akbar
Bobohodsajevs hátíðlega opnað. Síð-
an hefur það starfað undir yfirumsjón
héraðsdeildar Bókavinafélagsins. Lán-
þegar safnsins fá þar ekki aðeins lán-
aðar bækur heldur gefa þeir safninu
oft bækur og auka þannig við það.
Rithöfundar heimsækja oft þetta
heimabókasafn. Þeir gefa því áritaðar
bækur eftir sig, hitta þar lesendur
sína og taka þátt í umræðufundum
um bækur sem safnið efnir til.
Lánþegar safnsins eru yfír 300, þar
á meðal mörg skólabörn. Bækur eftir
Pusjkin, Gogol, Jack London, Jules
Verne, Aini og Tursun-Zade eru vin-
sælastar. Þær eru á tadsikísku,
uzbeksku og rússnesku. Ttmaritasafn-
ið er í stærsta herbergi hússins sem
einnig er notað sem Iessalur. Yfir
3000 bindi af tímaritum og dagblöð-
um eru í safninu. Á súlum standa
ljósmyndir af frægum rithöfundum
og mynd af Saadi, gullaldarrithöf-
undi tadsiskra og persneskra bók-
mennta, skipar heiðurssess meðal
þeirra. Akbar Bobohodsajev ákvað að
nefna bókasafn sitt eftir honum. Nú
heitir það , ,Saadihúsið’ ’.
Aðrir bókasafnarar í lýðveldinu
Smábókasafnið er sérstaklega vinsœlt meðalgesta Saadihússins.