Úrval - 01.11.1982, Síða 43
EINKABÓKASAFNMEÐ HUNDRUÐ LESENDA
41
hafa fylgt fordæmi bókaunnandans í
Ura-Tube og breytt einkabókasöfn-
um sínum í almenningsbókasöfn:
Saidasanov, læknir í Horog,
Sjosidsajev, kennari í Sjugnanhéraði í
Gorno-Badakjsjan sjálfstjórnarlýð-
veldinu, Sjaripov og Gafurov t
Kuibisjev-héraði í Kurgan-Tubin
o.fl.
Þegar Akbar Bobohodsajev er
spurður um framttðarhorfur bóka-
safnsins segir hann: ,,Ég vona að ég
geti aukið safnið upp í 10 þúsund
bindi og að lesendum þess fjölgi. Þá
mun ég gefa það skólum og gerast
bókavörður.”
Sjarov Zakjidov. — (APN).
I bókinni Hvernig á að ala upp börn 1 frítímum segir höfundurinn,
MarvinJ. Gersh, M.D., meðal annars:
„Reynið ekki að kenna með því að ginna barnið. Tökum Mary
Jane sem dæmi, hún vill ekki borða gulrætur en þú vilt kenna henni
það. Þegar hún neitar segir þú: ,,En Maryjane, þú veist að þú vilt
gulrætur. Allir vinir þínir vilja gulrætur. Betsy borðar gulrætur,
Celeste borðar gulrætur, Debbie borðar gulrætur.
Þú beitir þessari aðferð í nokkur ár og Mary Jane er nú orðin sextán
ára. Þá kemur hún og spyr hvort hún megi ekki fara út með átján ára
gömlum pilti sem á sinn eigin bíl. Þú segir nei. En þá svarar Mary
Jane: ,,En mamma hennar Betsy leyfír henni það og mamma hennar
Celeste leyfír henni það og mamma hennar Debbie leyfír henni
það.”
Svolítið pirraður svararðu: ,,Mér er skollans sama hvað aðrir gera.”
Þar fór hún þá, kennsluaðferðin, fyrir lítið.
Þegar á heildina er litið skaltu vera ákveðinn. Og hvaða máli skipta
svosem gulrætur?”
Sænski listmálarinn Bengt Lindström þrýstir fingrafari sínu á lista-
verkið til að sporna gegn fölsun. Lögreglufulltrúinn Gert Danielsson,
frá rannsóknardeild falsana í Malmö, kom með þessa uppástungu eft-
ir að hafa unnið að svikamáli þar sem þrjú verka Lindströms áttu að
vera. Lindström vonast til að fleiri listmálarar. fari að dæmi hans.
Danielsson segir: Með fingrafari er hægt á fímm mínútum að skera úr
um hvort málverk er ekta eða óekta.
D.B.