Úrval - 01.11.1982, Page 51

Úrval - 01.11.1982, Page 51
48 ÚRVAL MONTE ALBÁN — BORG GUDANNA 49 nota við það dýr eða tæknibúnað, ekki einu sinni hjólið, en á Monte Albán voru aðeins bústaðir fyrir hina látnu auk nokkurra æðstupresta. Mannvirkin á Monte Albán voru einna líkust fljótandi virkisgarði og gnæfðu yfir dalinn 360 metrum neðar en samt sem áður voru þau aldrei notuð í hernaðarskyni. Hundruð ára liðu og þetta mikla borgvirki féll í rúst. Síðan yfírgáfu menn það, enginn veit hvers vegna. Árið 1521 þegar Spánverjar, sem komnir voru til að leggja landið undir sig, reistu sér búðir í skugga Monte Albán grunaði þá ekki hvílík dýrð lá grafin þar skammt undan, undir lögum liðinna alda. Heimurinn vissi næsta lítið um þetta dularfulla fjall þar til fyrir um hálfri öld. Ræningjar grófu þó hér og þar í rústirnar en vísindamenn einbeittu sér að betur þekktum menningarstöðum þar sem aztekar og mayar höfðu haldið sig. Leyndardómurinn afhjúpaður Svo var það í október 1931 að Alfonso Caso, mexíkanskur lög- fræðingur sem lagt hafði lögin á hill- una vegna fornleifafræðiáhuga síns, birtist á staðnum. Hann hófst handa um að hreinsa breiðu steintröppurnar við norðurtorgið og honum til aðstoðar voru eiginkona hans og tveir stúdentar. Caso fór að rannsaka nokkrar af þeim 150 gröfum sem vitað var um á þessum slóðum en voru nú vaxnar runnum og villtu grasi. Ræningjar höfðu farið höndum um fyrstu sex grafirnar og þar var ekki annað að finna en lítilsverða leirmuni. Þegar Caso opnaði sjöundu gröfina hafði hann um leið lokið upp dyrunum að 2000 árum úr sögu mannkynsins. Það glitraði og glampaði á kristal og gull inni í þessari sjöundu gröf í bjarmanum frá vasaljósi Casos. Hann fann silfur, túrkis, jaðe, onyx og loks perlu á stærð við dúfuegg — og allt var þetta formað í alls konar skart- gripi. Þarna voru hringir, hálsmen og spennur og á handlegg beinagrindar, sem þarna lá, voru sex gull- og fjögur silfurarmbönd. Caso var furðu lostinn. Zapotek- arnir höfðu fram til þessa ekki verið þekktir fyrir sérstakt handbragð. Ekki var heldur hægt að rekja myndirnar sem hann fann og táknaðar voru á dýrabein til þeirra. En Caso hélt ötull áfram rannsóknum sínum. Hann og aðstoðarmenn hans unnu nótt og dag við að skrá yfir 300 skartgripi og aðra hluti* sem þeirfundu og þeir hreyfðu ekkert fyrr en fundarstaðurinn hafði verið merktur nákvæmlega inn á kort. Hér höfðu fundist dýrgripir sem voru ómetanlegir hvort sem var til fjár eða listræns gildis. Þetta voru minjar um meistara handverksins og verkin var aðeins hægt að bera saman við það allra besta sem fundist hafði eftir Egypta, Grikki og Kínverja. Það var ekki fyrr en á þessari stundu sem mönnum varð ljóst hvílíkir dýrgripir og fegurð í formi gullmuna höfðu orðið á vegi Spánverjanna sem komu og lögðu undir sig landið. Mest af þeim ránsfeng sem þeir höfðu sent heim til Evrópu hafði verið brætt niður. Frá fornfræðilegu sjónarmiði var Flestir þessara muna eru nú I Oaxacahéraðs- safninu. það merkilegasta við uppgötvun Casos að Ijóst varð að þjóð mcð allt aðra menningu hafði komið á eftir zapotekunum í Oaxaca-dalnum. Caso varð fljótlega ljóst af því sem hann fann í sjöundu gröfínni að bæði hlutir og teikningar tilheyrðu einum minnst þekkta þjóðflokki Mexíkó, mixtekunum — sem kallaðir höfðu verið Skýjafólkið vegna þess að þeir bjuggu hátt uppi í skýjum vöfðum Oaxaca-fjöllunum. Einhvern tíma eftir tíundu öld eftir Krist höfðu þeir hlotið í arf þessa borg guðanna. Caso hélt rannsóknum sínum áfram í 15 ár (hann lést árið 1970). Eftir hans dag tóku aðrir að sér stjórn rannsóknanna. Fleiri og fleiri ferða- menn streymdu nú á staðinn og fylgdust í forundran með þvt hvernig jarðlögunum var smátt og smátt flett af þar til Monte Albán var einhver best kannaði fornminjastaður í öllu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.