Úrval - 01.11.1982, Side 58
56
ÚRVAL
Við og við hvarf hann bak við tjaidið,
skrölti í áhöldum og tautaði eitthvað.
,,Kalkúninn bráðnar uppi í þér,”
sagði Warren við pabba. ,,Þú getur
borðað hann með skeið.” Ég sá að
pabbi róaðist ekki við tíðindin.
Klukkan varð sex — fyrirfram-
boðaður steikingarttmi fuglsins rann
út — og svo hélt hún áfram að mæla
tímann. Um sjöleytið var fólk farið að
hvíslast á um „tuttugu og fimm
stunda kalkúninn”. Fólk var líka
farið að ráfa um og stóð í ólundar-
legum hópum við blýgráa glugga. Að
lokum, með óskýrum talanda og
sjón, tilkynnti Warren sem hafði
verið að bragða á steikinni sinni:
,,Viljið þið sjá kalkúnt Komið með
mér!”
Við héldum inn í eldhúsið. Edward
frændi var kominn þangað til að taka
mynd af „tuttugu og fjögurra stunda
kalkúninum”. Hann var með gamal-
dags kassavél sem hélt jafnvægi á þrí-
fæti. Þegar Warren gaf merki setti
hann höfuðið undir svörtu tuskuna
sem var við myndavélina. Warren tos-
aði baðtjaldið frá og opnaði ofninn
hægt og vék svo hreykinn til hliðar —
en hann missti um leið takið á heitri
steikarskúffunni.
Kalkúninn var laus á meðal okkar í
hörmulegu reykjarkófi, með þykka,
svarta skorpu, geigvænlegur, hefni-
gjarn. Kannski er tuttugu og fimm
tíma steiking of löng fyrir tuttugu og
fjögurra stunda fugl. Kannski gátu
einhverjar máttugar gastegundir hafa
myndast inni t honum. Að minnsta
kosti stóðum við sem negld við góifið
þegar skepnan byrjaði að hvæsa og
titra og stðan að snúast hægt t hringi á
gólfinu. Að lokum stöðvaðist kalkún-
inn af sjálfsdáðum, teygðist upp á við
eins og hann miðaði á Edward sem
var með höfuðið undir svörtu tusk-
unni.
Lágur kliður fór um herbcrgið.
Kalkúninn kraumaði og hvæsti, hann
vaggaði fram og aftur og sprakk. Fólk
beygði sig til að verjast fljúgandi
kalkúnsbitum sem þeyttust um eld-
húsið.
Edward þrýsti myndavélinni og
þrífætinum upp að brjósti sér, enn
með svarta klútinn yfir höfðinu,
stökk æpandi aftur fyrir sig og rakst á
langa borðið með kræsingunum.
Nokkra stund virtist þakkargjörðar-
dagskakan ætla að þola hann en svo
braust titrandi líkami hans t gegnum
kökuna. Borðið brotnaði og myndaði
V. Hver rétturinn á eftir öðrum skall
ofan á Edward.
Þegar fór að rofa t gegnum reykinn
kom ég Edward upp í herbergi þar
sem hann hnipraði sig saman undir
legubekk og tautaði „eitthvað hræði-
legt” afturog aftur.
Meðan Bell amma og pabbi, sem
höfðu skemmt sér konunglega yfír
öllu saman, skipulögðu hreingern-
ingu, hvarf mamma á braut út í
storminn með nokkrum vinkonum úr
fjölskyldunni. Hún hafði ekki gleymt
sleifarlagi Carrie frænku við eida-
mennskuna og hafði þvt beðið hverja
þeirra að koma með einhvern rétt og