Úrval - 01.11.1982, Síða 59
HEFNIGJARNlKALKÚNINN OG EDWARD FRÆNDI
57
hafa hann til taks. Síðan komu þær
til baka eftir að hafa sótt út í bílana
splunkunýjan þakkargjörðardags-
kvöldverð — meira að segja kalkún.
Það var næstum komið miðnætti er
við lukum við uppþvottinn. Mamma
tók saman mat á bakka og bað mig að
færa „vesalings Edward”. I fyrstu gat
ég ekki fengið nein viðbrögð hjá hon-
um en svo breiddist bros yfir andlitið.
Eg skildi ekki alveg strax hvers vegna.
En hann var að brosa vegna þess að
nú væri heilt ár þangað til „eitthvað
hræðilegt” henti hann aftur.
Við vorum búin að eyða löngum, þreytandi degi í skemmtigarðin-
um, vorum búin að fara að minnsta kosti tvær ferðir í hvert skemmti-
tæki og vinna stóran, bleikan pardus. Sífelldar deilur voru uppi um
hvort barnið ætti að halda á pardusnum. Að lokum komum við þó að
útganginum þar sem þröng af þreyttum fjölskyldum var fyrir.
En prúðu leikararnir voru nýbyrjaðir á sýningu og börnin vildu
endilega sjá þetta síðasta atriði. Við vomm of þreytt til að malda í mó-
inn og fengum okkur sæti. Allt í einu langaði yngri dóttur mína til að
klappa fyrir prúðu leikurunum og ýtti því I skyni bleika pardusnum í
fangið á mér og ofan á sígarettu sem ég hafði kveikt í. Andartaki síðar
uppgötvaði ég að pardusinn var farinn að sviðna. Gripin hræðslu
þreif ég í dýrið og sló því nokkrum sinnum kröftuglega í jörðina til að
kæfa glóðina. Eg veit ekki hvað fólk hefur haldið um athæfið, en
áður en mér tókst að slökkva glóðina klappaði kona nokkur á öxlina á
mér og sagði: , ,Svona, svona, ég veit alveg hvernig þér líður. ’ ’
A megrunarmiðstöðinni víðfrægu var verið að útskýra fyrir hinum
nýkomnu hvaða matur yrði fram borinn og hve mikið af honum.
Einn hinna nýkomnu spurði: ,,Hvað gerum við ef við getum ekki
lokið við skammtinn? ’ ’
Að bragði tísti í einum reyndari vistmanni aftarlega í salnum. ,,Þú
getur alltaf selt hann! ”
Astin finnur færa leið, allt annað afsökun.
Ur dagbókJóhannesarkirkjunnar í Minneapolis.
í Dallas í Kaliforníu ók maður nokkur á eftir bíl með svohljóðandi
áletrun á afturstuðaranum: ,,Ef þú snertir bílinn minn lem ég andlit-
ið á þér í köku.” Þar sem mjög er í tísku að skreyta bíla með alls
konar athugasemdum kippti hann sér ekki upp við lesninguna. Það
sem kom honum mest á óvart var að ökumennirnir voru nunnur.