Úrval - 01.11.1982, Page 62

Úrval - 01.11.1982, Page 62
60 ÚRVAL af „lista yfir leyfð aukaefni í tóbaks- vörum” sem fyrst var gefinn út árið 1975 af bresku vísindanefndinni sem fjallaði um reykingar og heilbrigðis- mál en þetta var opinber nefnd. Hvorugt fyrirtækið gat þess þó hvort það notaði eitthvert þeirra viðbótar- efna sem á listanum voru. Þess ber að geta að á breska listanum yfir efni sem heimilað hefur verið að bæta í sígaretturnar, um 350 talsins, er vitað um allmörg sem or- saka krabbamein í dýrum og eru álit- in hættuleg heilsu manna — þar má sem dæmi nefna coumarin. Efni þetta er unnið úr ákveðinni bauna- tegund eða úr sérstakri lauftegund, auk þess sem það hefur verið búið til á efnafræðilegan hátt. Coumarin 1 sígarettureyknum orsakar sætan ilm og bragðið minnir á nýslegna töðu. Þegar rannsóknir, sem gerðar voru á sjötta áratugnum, sýndu að coumarin var eitrað og orsakaði lifrarskemmdir, sem og skemmdir á öðrum líffærum, lét matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna taka það út af lista yfir efni sem almennt voru talin örugg til neyslu fyrir menn. Bandarískir sígarettuframleiðendur fara eftir þessum lista og fljótlega var hætt að nota coumarin eftir að það var bannað. Þrátt fyrir það má lesa í „vörulista tóbaksframleiðenda” að 11 fyrirtæki bjóða þeim til kaups lauflð sem efnið fæst úr. Og eftir því sem komið hefur fram í að minnsta kosti einni skýrslu selja þeir sem laufið bjóða það enn til nokkurra bandarfskra tóbaksvöruframleiðenda. Allmörg viðbótarefni sem heimilt er að nota samkvæmt bresku skránni, svo sem karamell, ákveðin sykur- tegund, eugenol og guaiacol, geta myndað krabbameinsvaldandi efna- sambönd þegar þau brenna eða eru í sígarettum. Grunur leikur á að eugenol sé krabbameinsvaldandi eitt sér. Efni unnin úr angelica-rót, sem Bretar heimila notkun á, valda krabbameini. Olía úr appelsínuberki veldur æxlum í músum. Á breska list- anum eru allmörg aukaefni, svo sem dodecan-5-olide og nonan-4-olide, sem verða krabbameinsvaldandi þeg- ar þau hitna. Breska nefndin var allt of fljót á sér að heimila notkun ýmissa eitur- efna og krabbameinsvalda í sígarettur en um leið hefur hún sýnt fyrirhyggju að einu leyti: Nefndin leyfir ekki notkun kakós sem er vrða notað sem bragðefni í tóbak. Um 1975 gerði bandaríska krabbameinsrannsóknar- stofnunin athugun á fjölmörgum tilraunasígarettum, þar á meðal einni tegund sem kakó hafði verið notað í til bragðbætis, og reyndist þessi tegund valda mikilli æxlamyndun. — Tjara úr þessum sígarettutegundum var borin á rökuð bök á músum og af- leiðingin varð sú að mýsnar fengu húðkrabbamein. Niðurstöður slíkra tilrauna eru taldar benda til þess að reykingafólki geti stafað hætta af því að reykja þessar sígarettutegundir. Af þessu má draga þá ályktun að enda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.