Úrval - 01.11.1982, Page 65
63
Allt benti tilþess að ungi pilturinn, sem stunginn hafði
verið, væri látinn — öll þýðingarmestu liffærin voru
sundurskorin og blóðið streymdi ört úr líkamanum. Þrjár
hetjur höfðu þó orðið til þess að bjarga því sem bjargað
varð með snarræði sínu við að koma honum í hendur
starfsliðsins á hinni frábæru slysadeildskammt undan.
UPP Á LÍF OG DAUÐA
FYRIR OWEN THOMAS
— Stytt úr New York Craig Unger —
OMINICK DeMarco,
||p kapalsplæsari hjá sím-
* D anum í New York, leit
* upp úr holunni sem
*
vKíKvícíKíK hann var að vinna í rétt
hjá Fulton fiskmarkaðinum í New
York 16. desember síðastliðinn. Þá
varð hann vitni að rifrildi tveggja
manna handan götunnar. Snyrtilegur
maður í ljósum jakka rak þrívegis hníf
í brjóst og kvið Owens Thomas, ungs
manns sem vann á markaðinum.
Arásarmaðurinn lagði á flótta og
Thomas féll til jarðar og greip hönd-
unum um magann. ,,Maginn á
mér!” veinaði hann. „Mamma,
mamma!”
DeMarco hljóp til hjálpar Thomas.
Fyrst lagði hann hreina tusku á maga
fórnarlambsins og síðan jakkann sinn
þar ofan á í árangurslausri tilraun til
að stöðva blóðstrauminn. Því næst
hljóp hann á næsta bar til að láta
hringja á sjúkrabtl.
Líklega voru nú þrjár mínútur
liðnar frá því maðurinn hafði verið
stunginn. Thomas virtist ekki draga
andann lengur. Augun voru gljáandi
og líkust stálkúlum. Flendurnar voru
kaldar viðkomu. Á sama augnabliki
kom George Del Gaudio, yflrmaður
DeMarcos, akandi t bíl símafyrir-
tækisins og á eftir kom Ben Vitale
símvirki. DeMarco benti Del Gaudio