Úrval - 01.11.1982, Side 90

Úrval - 01.11.1982, Side 90
88 ÚRVAL hár af höfði hans eins og að fjarlægja þrjátíu og fimm tonna klettadrang- inn af gröf hans. Þetta breyttist í nóvember 1959- Þá sat Forshufvud á bókasafninu í Gautaborg og fann í tímaritinu Ana- lytical Chemistry frásögn af því að fundist hefði ný aðferð til að prófa arseník í mannshári þar sem eitt hár nægði. Sá sem þessa aðferð hafði fundið var dr. Hamilton Smith, rann- sóknarvísindamaður í réttarlækna- vísindum við Glasgowháskóla í Skot- landi. Næst skrifaði Forshufvud bréf til Napóleons prins, afkomanda keisar- ans. Prinsinn svaraði og bauð Forshufvud að leggja fram þær spurningar sem hann vildi fá svarað. í maí 1960 hélt Forshufvud til Parísar ásamt konu sinni, Ullabrittu. Við komuna til Parísar hringdi hann þegar í stað til prinsins en náði aldrei til hans sjálfs. Hftir nokkra daga var orðið augljóst að prinsinn ætlaði sér ekkert að hitta Forshufvudhjónin. Tannlæknirinn sneri sér þá til Henry Lachouque, eins fremsta sérfræðings Parísar um Napóleonstímann, fyrr- verandi stjórnarmanns herminja- safnsins í Les Invalides og ritstjóra út- gáfunnar á endurminningum Louis Marchands. Hann spurði hann í síma hvort þau hjónin mættu koma og spjalla við hann um Napóleon. I heimsókn sinni til Lachouque á Montmartre skýrði Forshufvud í stuttu máli frá kenningu sinni og lýsti aðferð Hamiltons Smiths til að greina arseník í hári. ,,Það er raunar aðal- erindið,” sagði hann. ,,Ég er að leita að hári keisarans.” ,,Ég á lokk,” sagði Lachouque. „Komið með mér.” Hann leiddi þau inn í einkasafn sitt, herbergi fullt af minjum um keisarann, þar á meðal var litli tré- kassinn sem Louis Marchand varð- veitti í minningar sínar um árin á St. Helenu. I þessum kassa var lítið, hvítt umslag, áritað með rithönd Mar- chands: ,,Les Cheveux de l'Rmpereur'1. I því var lokkur af silki- mjúku rauðjörpu hári, rökuðu af höfði Napóleons daginn eftir að hann dó. Lachouque rétti Ullabrittu umslag- ið. Hún dró úr því með háratöng eitt hár og kom því fyrir í plastumslagi sem maður hennar rétti fram. ,,Allez-y, Madame, takið meira!” sagði Lachouque. En hún afþakkaði kurteislega og Forshufvud lét það gott heita — þótt hann iðraði þess sárlega síðar. Ergileg útlegð Longwood var ekki þægilegur stað- ur. Það var úrkomusamt þarna uppi á hásléttunni og húsið var sífellt rakt. Fatnaður myglaði fljótt; mygla skreytti veggina. Verst var þó að þarna var krökkt af rottum. Hvert sem Napóleon leit sá hann berlega ófrelsi sitt. Rétt fyrir utan bústaðinn voru herbúðir með 500 hermönnum. Rauðklæddir varðmenn stóðu með stuttu millibili á stein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.