Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 93

Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 93
HVER M YRT1NAPÓLEON? 91 og lágvaxinn, ljóshærður vísinda- maðurinn útskýrði aðferð sína. Hárið var vigtað nákvæmlega og komið fyrir í geymi úr pólyethylene. Síðan voru bæði sýnishornið og stöðluð arseník- upplausn geisluð í 24 tíma. Saman- burður á hvoru tveggja leiddi svo í ljós arseníkinnihald hársins. Þessi nýja tækni hafði verið rækilega próf- uð og var nákvæm. En því miður eyðilagðist sýnishornið við prófunina og varð ekki prófað frekar. En Hamilton Smith lá ein spurning á hjarta: „Getur þú sagt mér hvert fórnarlamb þessa glæps var? ’ ’ Forshufvud svaraði hægt: ,,Þetta hár var af Napóleoni keisara fyrsta. ’ ’ Síðan minntist Forshufvud þess hvernig Smith fölnaði upp. ,,Hann varð náfölur,” sagði hann. Þá flaug Forshufvud í hug að Smith hlyti að telja að Englendingar hefðu eitrað fyrir Napóleon. Það var ekki ólíklegt að Breta mislíkaði að erlendur gestur kæmi til að hengja þvílíkan glæp um háls þjóðarinnar. Hann flýtti sér því að segja, til að róa Smith: ,,Ég er handviss um að það voru ekki Eng- lendingar sem byrluðu honum eitur. ’ ’ Við þetta rétti Smith þóttalega úr sér. ,,Hvað kemur mér það við?” spurði hann snöggt. ,,Ég er Skoti!” Svo ráku þeir báðir upp skellihlátur. En nú var röðin komin að Forshuf- vud að spyrja. Var hugsanlegt að arseníkið hefði komist f hárið utan- frá? Smith svaraði með þvf að segja Forshufvud frá nýrri endurbót á prófunaraðferðinni: nú var mögulegt að greina hárið í bútum. Þannig að ef eitrið hefði komið í hárið utan frá — til dæmis úr einhverju í herbergi fórnarlambsins—myndi eitrið vera nokkuð jafnt í öllum bútunum. Ef á hinn bóginn hárið hefði fengið eitrið innan frá vegna neyslu viðkomandi á efninu myndi þessi bútaprófun leiða í ljós mismunandi mikið arseníkinni- hald. Hár vex um 0,36 mm eða þar um bil á sólarhring og með það að leiðarljósi var hægt að reikna út hve langur tfmi leið á milli inngjafa. Það sem þetta fól f sér var ekkert smáræði: hægt var að rekja stærð arseníkskammtanna sem Napóleoni höfðu verið byrlaðir, finna út hvenær þeir hefðu verið gefnir og bera það saman við skrásetta skýrslu um sjúk- dómseinkenni hins deyjandi manns dag fyrir dag. Þetta myndi verða full- nægjandi sönnun. Forshufvud þurfti að fá meira hár. Lachouque hafði boðið það áður. Ekki færi hann að halda í það núna. Forshufvud skýrði frá niðurstöðum sínum á fundi með sögudeild franska hersins í París 10. apríl 1961. Hópur- inn, þar á meðal tveir herlæknar og yfirlyfjafræðingur hersins, hlustaði hljóður og Forshufvud virtust menn- irnir bæði hafa áhuga á kenningu hans og hneigjast að henni. Lachouque var hinn hjálplegasti og Forshufvud gerði ráðstafanir til að franskur sérfræðingur gerði prófanir á hári af Napóleoni. En áður en af þeim yrði dró Lachouque sýnishornið óvænt til baka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.