Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 98

Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 98
96 ÚRVAL bjúgur á þá, einkanlega þegar liði á daginn. Þegar Balcombefjölskyldan kom að heimsækja Napóleon um þetta leyti skrifaði Betsy um veikindi hans: ,,Það var dapurlegt að sjá hvernig þetta hafði breytt honum og farið með hann. Andiitið var bókstaflega eins og gult vax á litinn og kinnarnar voru orðnar að pokum sitt hvorum megin á andlitinu. Okklarnir voru svo bólgnir að holdið bókstaflega lafði niður yfir skóna. Hann var svo veik- burða að hann gat ekki staðið öðru- vísi en styðja sig með annarri hend- inni við borð en hinni við þjón sinn. Þegar við vorum á leiðinni heim sagði mamma að dauðinn hefði sett mark sitt á hvern andlitsdrátt hans. Stundum endurlifnaði grunur Napóleons um eitrun eftir því sem honum hrakaði. Venjulega beindist grunurinn að víninu. í júní fann Gourgaud einkennilegt bragð úr vín- flösku Napóleons. Hann ráðlagði meistara sínum að drekka ekki vín öðruvísi en aðrir drykkju það sama því enginn myndi voga að eitra fyrir þá alla — það væri of áberandi. En Napóleon hafði áhyggjur af fleiru en heilsu sinni. Fylgdarliði hans fór smám saman fækkandi. I febrúar 1818, eftir sívaxandi átök við heimilisliðið, fór Gaspard Gourgaud. Hann hvarf á braut annar í röðinni af fjórum foringjum Napóleons. (Las Cases sigldi burtu í september 1816.) Gourgaud var ungur og skapheitur og gat ekki haldið sér saman. Þegar hann kvartaði undan því að hann væri kvenmannslaus, en Montholon og Bertrand ættu konur, svaraði Napó- leon: ,,Uss! Konur! Ef þú ert ekki með hugann við þær kemstu vel af án þeirra. Vertu eins og ég.” En Gour- gaud hélt ekki að keisarinn væri konulaus. Hann áleit að Albine de Montholon væri frilla Napóleons og var ekkert að liggja á þeirri skoðun sinni við hann. Einu sinni kom hann óvænt að Alpine í heimsókn hjá Napóleoni sem lá fáklæddur í rúminu. Þegar Gourgaud sagði manni hennar frá þessu stamaði Montholon: ,,Ég veit það ekki. Ég segi ekki nei.” Að lokum sauð alvarlega upp úr. Það var út af Montholon. Napóleon gaf þá yfirlýsingu að Montholon gæti meðhöndlað starfsliðið eins og honum þóknaðist. Þá var Gourgaud nóg boðið svo hann kaus að halda frá St. Helenu. Hann gaf slæma heilsu upp sem ástæðu. Seint í febrúar varð Napóleon fyrir öðrum og alvarlegri mannskaða. Eitt kvöldið, er setið var að snæðingi, féll Cipriani skyndilega í gólfið og engdist af kvölum. Tveim dögum seinna var hann allur — ,,af iðra- bólgu,” sagði O’Meara. Cipriani var skráður þjónn svo það var engin krufning og engra spurninga spurt varðandi andlát hans. Mánuðinn næstan á eftir sigldi Balcombefjölskyldan frá eynni, í orði kveðnu vegna heilsufars frúarinnar en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.