Úrval - 01.11.1982, Page 109
107
* * *
Það er dásemd að lesa blindraletur, dásemd sem hinir sjáandi
skynja aldrei: að snerta orðin og láta þau snerta sig aftur.
— JF-
Til að öðlast tilfínningu sem gerir þig sprelllifandi, næman fyrir
hverri hreyfíngu líkamans og sveiflum umhverfísins jafnast ekkert
á við góðan sólbruna.
— P.S.
Vertu varkár gagnvart hagfræðingnum sem lætur maka sinn gera
innkaupin.
— V.D.
Ef þér tekst ekki að hætta að reykja í fyrsta skipti sem þú reynir
það, reyndu þá aftur og aftur og aftur.
— Á.H.
Það fyrsta sem nýr starfsmaður ætti að læra er að þekkja rödd hús-
bónda síns í símanum.
—M.B.
Ef veðrið er drungalegt, er þú iítur út um gluggann, skaltu gera
þér grein fyrir að það er veðrið, sem er drungalegt, en ekki skap-
lyndi þitt. Ef þú viit vera það líka ertu sjálfráður, en það er alls
ekki skilyrði.
— N.G.
Farðu aldrei reiður í rúmið. Vertu á fótum og berstu.
— P.D.
Hver sá sem lítur á konu með girndarhug hefur þegar drýgt hór
með henni í hjarta sínu.
Mattheus, 5:28
Hver sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.
Mattheus, 5:32
Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi þá er máttur þinn lítill.
Orðskviðirnir, 24:10