Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 113
ÓGNARSTJÓRN KÓMEINÍS
olíuframleiðsluna til fullra afkasta aftur.
En stjórn Kómeinís hefur reynst furðu-
lega sterk og staðist áföll sem aðrar
stjórnir hefðu ekki þolað.
Upphafið að falli stjórnarinnar gæti
legið í aftökusveitunum og stöðugu
stríði stjórnarinnar gegn andstæðingum
islamsí landinu. Ajatolla Kómeiní hefur
tekist að gegnsýra þjóðfélagið af ótta og
sekt. „Héðan í frá,” sagði hann við
þjóðina, „eru þið öll í leyniþjónust-
unni.” Hann hefur hvatt foreldra til að
beina bömum sínum á rétta braut og
skipað bömum að standa fyrir eigin
hreinsunum á byltingarandstæðingum í
skólastofunni.
Þannig andrúmsloft ótta og tor-
tryggni vinnur gegn stöðugleika sem
verður að nást í íran ef ríkið á að lifa.
Uppsprettu þess stöðugleika er að finna í
versluninni, geysistórri miðstétt kaup-
manna sem hingað til hefur smtt stjóm-
ina. En um leið og ruglaðir og blekktir
kaupmenn sjá fleiri og fleiri úr sínum
hópi falla fyrir aftökusveitunum em þeir
sífellt að verða ókyrrari. Aðeins eitt er nú
ömggt: orð fyrrverandi forsætisráðherra,
Mehdi Bazargan, í þinginu: „Hefndar-
aðgerðir þessarar stjómar eiga eftir að
breyta landinu í hafsjó af blóði. ’ ’
Dæmdur blaðamaður
segir frá
Glæpur minn? Ég vann við að
skrifa sögu íran. Árið 1977 varð ég við
þeirri beiðni að gefa út bindið um
Pahlavi-keisaradæmið.
Þann 10. ágúst 1980 ræðst hópur
111
pasdarana (byltingarvarðsveita) inn í
hús vinar míns, þar sem ég hef verið í
felum, og fer með mig í Qasr-fang-
elsið fyrir norðan Teheran.
Daginn eftir er ég yfirheyrður af
Muhammad Rezvani, félaga í íranska
kommúnistaflokknum. „Hvar
felurðu vopnin þín?” spurði hann.
„Játaðu! Við vitum að þú vinnur fyrir
keisarann.” Þegar ég neita að svara
er ég lúbarinn — riffilskefti í
mjóhrygginn og stígvél í andlitið. Þar
næst 100 högg með rafmagnsvír. í
birtingu er mér dröslað biæðandi og
hálfmeðvitundarlausum í klefa þar
sem 80 fangar em í einni kös.
Um kl. 2.30 síðdegis heyri ég fóta-
tak í ganginum. „Kalkalt!” öskrar
einn félaga minna. Síðdegis hvern
dag kemur ajatolla Sadeg Kalkalí,
ákærandi í islömskum byltingarrétti,
til Qasr-fangelsisins til að velja næstu
fórnarlömb aftökusveitanna.
Kalkalí, lítill feitur maður, birtist
í klefadyrunum, lítur í kringum sig
og smellir fingrum. Sjö menn eru
valdir til aftökunnar, ég þar á meðal.
Félagi í Pasdaran skipar okkur að
fylgja sér til herbergis þar sem við
verðum að skrifa erfðaskrá okkar.
Skilji fangi eftir peninga handa
fjölskyldunni fer pasdarinn með hann
í bankann til að taka spariféð út.
Peningarnir eru lagðir inn á banka-
reikning Kalkalís og hinn dæmdi
síðan fluttur til baka og skotinn.
Klukkan 9 um kvöldið erum við
leiddir að múrsteinsvegg í fangelsis-
garðinum þar sem aftökurnar fara