Úrval - 01.11.1982, Síða 114
112
ÚRVAL
fram. Þá er allt í einu farið með mig
aftur í klefann minn.
Sterkir ljóskastarar lýsa upp vegginn
og úr klefaglugganum sé ég félaga mína
sex. Hljóðin í sjálfvirkum vopnunum
fylla garðinn. Einn fanginn er 24 mínút-
ur að deyja þó að hann sé eins og gata-
sigti.
Tveim dögum síðar dæmir Kalkalí
mig til dauða aftur. Kveikt er á ljós-
kösturum. Vélbyssunum er beint að
okkur. Ég heyri skothríð. Menn
detta. En ég stend. Skyrtan mín er
rennblaut af blóði sem hefur sullast
yfir mig úr manninum sem dó við
hliðina á mér.
Pasdarani einn dregur mig í
burtu. Gerviaftökur eru ein af
uppáhaldsaðferðum Kalkalís til að
brjóta fanga niður.
Daginn eftir biður Rezvani mig
um 3,5 milljónir franskra franka. Ég
segi honum að þá hafi ég ekki. Byssu-
hlaupi er margsinnis beint að gagn-
auganu á mér. Eftir tíu mínútur gefst
hann upp, ragnandi.
í fjóra daga er mér haldið í kvala-
stöð Qasr. Dýnurnar okkar eru fullar
af flóm, hárið iðandi aflús. Maturinn
er óætur. Þá er ég fluttur í fangelsi
númer 7. Þar eru 1800 fangar í
byggingu sem er hönnuð fyrir 400.
Eftir að hafa lifað við þetta í 6
mánuði er mér dröslað á skrifstofu
fangelsisstjórans sem studdi
Abolhassan Bani-Sadr forseta og veit
að fljótlega á að segja honum upp.
,,Þú ert rithöfundur,” segir hann.
,,Ég ætla að sleppa þér svo þú getir
frætt heiminn um það sem þú hefur
séð.” Síðan sleppir hann mér lausum
og ég kemst yfir landamærin til
Tyrklands.
Jerry var þreyttur og illa upplagður og lagði því ieið sína til frægs
sérfræðings. Þegar hann hafði setið nokkra hríð á troðfullri biðstof-
unni hvíslaði hann að sessunaut sínum: „Þetta hlýtur að vera mjög
góður læknir, er það ekki? ’ ’
,,Einn sá albesti,” varsvarað.
En Jerry hafði einhverjar áhyggjur. Eftir stutta stund sagði hann:
,, Heyrðu, hann hlýtur að vera svakalega dýr.
,,Hann tekur fimm hundruð krónur fyrir fyrsta viðtal en tvö
hundruð og flmmtíu eftir það. ’ ’
Nokkra stund virtist Jerry á báðum áttum um hvort hann ætti að
fara eða vera. ,,Síðan tvö hundruð og fímmtíu,” tautaði hann fyrir
munni sér nokkrum sinnum.
Að lokum, þegar hann var kallaður inn til læknisins, þaut hann að
lækninu með útþreiddan faðminn og sagði:
,,Hæ, læknir, Þá er ég kominn aftur.