Úrval - 01.11.1982, Side 121
119
fjórar aðrar höfðu um langan tíma að-
eins haft þær mjög strjálar.
Læknar ímynda sér að vera kunni
að konur hætti að hafa á klæðum
þegar fitumagnið í líffærunum kemst
undir 15% af heildarlíkamsþyngd-
inni. Fitumagn í venjulegri meðal-
konu er 18—25% af líkamsþungan-
um en hjá þjálfuðum langhlaupurum
og ballerínum aðeins um 12%. 1
flestum tilvikum færast tíðir aftur í
samt lag þegar konan hættir að leggja
svona gífurlega á sig líkamlega og
þyngist á ný.
Úr New York Times.
LEYSIGEISLAR LEYSA VANDANN
Kvennasjúkrahús í Birmingham og
Midland á Englandi eru farin að nota
leysigeisla með góðum árangri til að
lækna konur sem fyrstu einkenni leg-
krabbamyndunar hafa fundist hjá.
Þessi aðferð veldur konunum engum
sársauka eða óþægindum, er beitt án
deyfingar og konurnar geta haldið
áfram daglegum störfum sínum milli
þess sem þær heimsækja sjúkrahúsin
stutta stund. Fram til þessa hefur leg-
krabbi á byrjunarstigi — sem er full-
komlega læknanlegur ef hann upp-
götvast nógu snemma — verið
læknaður með fremur lítilli skurð-
aðgerð sem þó hefur haft í för með sér
að konurnar hafa orðið að vera nokkra
daga á sjúkrahúsi.
Leysigeislunum hefur til þessa ver-
ið beitt á yfir 500 sjúklinga í
Birmingham. Þeir eru notaðir 1
tengslum við sérstakt sjónáhald —
colposcope — sem læknar nota til að
komast að leghálsinum og skoða
hann. Sérstök leiðsla er fest við
skoðunartækið og læknirinn getur
þannig með því að beina því að
ákveðnum bletti hleypt geislunum á
um leið og hann skoðar og brennt
burtu sýktu frumurnar með mikilli
nákvæmni, meðan hann er með
legsjána stillta á þær.
Menn vonast til að þessi einfalda
en áhrifaríka aðferð, sem fundin var
upp og þróuð í Bandaríkjunum, verði
til þess að konur verði síður ragar við
að fara í legskoðun og fúsari tii að láta
taka úr sér sýni, enda er það algerlega
sársaukalaus skoðun en getur ljóstrað
upp um krabbamein svo snemma að
miklar líkur séu til að þær fái full-
kominn bata. — Sjúkrahúsið
Western Infirmary í Glasgow hefur
einnig haft ieysitæki af þessu tagi 1
notkun síðan 1978.
Úr The Guardian
BJÖRGUNARSLOPPAR FYRIR
UNGABÖRN
Sloppar með vösum fyrir sex börn.
Hvað er það? Fyrir sexburamæður eða
kannski fyrir gæludýrabúðir sem selja
kengúrur? Ekki aldeilis. Þetta er flík
sem höfundurinn, Vera Leonard,
bamahjúkxunarkona við Wesley Long
Community Hospital í Greensboro í
Norður-Karólínu, kallar ,,björgunar-
sloppinn”. Hún hafði um árabil