Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 128
126
URVAL
láttu æfingarnar aldrei trufla hana.
Dragðu andann að þér t gegnum nef-
ið og andaðu frá þér út um munninn.
Smá-upprisa
Leggstu á gólfið. Beygðu hnén og
hafðu iljar á gólfi. Hvíldu hendurnar
á lærunum. Dragðu að þér andann
meðan þú liggur á bakinu á gólfinu,
andaðu frá þér um leið og þú rennir
höndunum hægt eftir fætinum niður
að hnjám, lyftir þér frá mjöðmum og
þrýstir hökunni að bringunni.
Dragðu andann að þér meðan þú læt-
ur þig síga niður aftur.
Smá-armréttur
Leggstu á fjóra fætur, beygðu fæt-
uma svo bara hnén komi við gólfið.
Hafðu rúmlega hálfan metra milli
handanna og milli hnjánna. Gakktu
úr skugga um að höfuð, háls, bak og
rass myndi rétta línu. Þessi stelling
léttir öilu álagi af bakinu. Handleggir
og bringa vinna verkið.
Dragðu andann að þér meðan þú
styðst þannig fram á hendurnar.
Mundu að hafa handleggina beina.
Andaðu frá þér meðan þú leggst ró-
lega alveg á gólfíð. Andaðu svo aftur
að þér á meðan þú kemur þér í stöð-
una með beina olnboga. Þessi æfing
er erfið til að byrja með en gefur góða
raun. Ekki gefast upp.
Bossa-rugg
Sittu flötum beinum, fætur þétt
saman, teygðu arma fram, gott að
spenna greipar og snúa lófum út. Það
eina sem þú átt að gera er að lyfta
rassi og læri öðrum megin í einu og
rugga þannig til hliðanna. Andaðu
að þér þegar þú lyftir þér vinstra meg-
in. Mundu að hafa fæturna þétt
saman, lyfta eins hátt og þú getur og
draga magann inn. Jæja, var þetta
nokkuð erfitt? Þessar einföldu æfing-
ar hafa náð til alls líkamans. Ef þú
byrjar hvern morgun á þessum æfing-
um nærðu góðum árangri.
ÞESSIR ÞRÍR ÞÆTTIR, huglæg
afstaða, mataræði og líkamsæfing-
ar, vinna saman. Aðalatriðið er að
þetta er aðferð sem grennir þig,
veitir orku og betri líkama. Þú mátt
heldur ekki gleyma því að þessar æf-