Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 8

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 8
öllum persónunum, en auk þess eiga þar sama- stað ýmis dýr og gróður. Aðeins einu sinni er farið út fyrir þennan ramma, húsið og umhverfi þess. Einn kaflinn gerist í ókunnri götu. Sagan skiptist í 44 ótölusetta kafla. A efri hæð gerist IIV2 kafli, neðri hæð I6V2 kafli, í kjallara 7 kaflar. Um húsið sem heild og um- hverfi þess fjalla 8 kaflar, og einn gerist á ókunnri götu. Þetta er nokkurn veginn í sam- ræmi við fjölda persóna á hverri hæð. Yfirleitt skiptir um svið í byrjun hvers kafla. Þó kemur það fyrir tvisvar, að þrír til fjórir kaflar samfellt gerast á neðri hæð (bls. 66—85 og bls. 139—149). I einum kafla færist sviðið frá neðri til efri hæðar (bls. 144—146). Umhverfislýsingar eru hér ekki takmark í sjálfu sér. Húsið er ekki valið vegna þess, að það sé merkilegra en önnur: „Þetta hús á horninu er reyndar ekkert merki- legra en önnur hús við götuna, nema strætis- vagninn nemur þar staðar á tíu mínútna fresti allan daginn.. ."1 Lýsing þess gæti átt við mörg önnur: „Þetta hús teygir sig ekki upp í himininn, það er hvorki nýtt né gamalt, hvítt hús með rauðu valmaþaki, sem minnir á hvelft kassa- lok, ekkert ris, aðeins tvær hæðir og kjallari."2 Sama gildir um götuna: „Og þessi gata er ekkert sérstök, ekki einu sinni fjölfarin."3 Þó er þetta hús sjálfstætt í alheiminum. „Og sólin skín úr hásuðri. Skín af sérstakri velþóknun á eina reikistjörnu í áttlausum geimi, á eitt land á þessari stjörnu, einn bæ í því landi, eina götu í þeim bæ, eitt hús við þá götu, hvítt hús með rauðu þaki og garði sunnan við."4 Umhverfislýsingarnar koma helzt fram, ef þær hafa þýðingu fyrir persónurnar eða húsið, sem er persónugert, og eru oftast séðar af þeirra augum: „Hún virðir fyrir sér stofuna og gremst, hvað hún er hversdagsleg, hefir eiginlega ekki tekið eftir því áður. Ekki í alvöru. Húsgögnin eru kannski nokkuð góð, sófaborðið, stólarnir og veggteppin tvö. Er það kannski fullmikið að hafa tvö? Stofan er ekki svo stór. En þau eru að minnsta kosti falleg. Það segja allir."5 „Þetta hús á engan bíl, ekki ennþá. En það á dúfur á þakinu, þar sitja þær stoltar, og stirnir á marglitar fjaðrir þeirra í morgunbirtunni."6 I kaflanum, sem gerist á ókunnri götu, fær lesandinn mynd af mannverunni í hinu vélræna borgarasamfélagi, mannveru, sem skynjar um- hverfi sitt: „Á götunum, í húsum og farartækjum, kvika þúsundir manna, lifandi manna, með heitt blóð í æðum og heila í höfðunum og taugar í lík- ömunum, sem skynja hreyfingu, hljóð, liti, Ijós, loft, sársauka, unað. Á gatnamótum stendur hópur barna, og ung kona leitar að syni sín- um og heyrir þau tala um slys. Hún er ein. Og allar götur, nema þessi eina, eru fjandsam- legur frumskógur, þar sem gráðug villidýr, leit- andi að bráð, geta á hverju andartaki steypt sér yfir lítinn, villuráfandi dreng."7 III. Frásagnarháttur Frásögn þessarar sögu er huglæg (subjektiv). Sögumaður stendur utan við, en er alls staðar nálægur og lýsir atburðarás, umhverfi, útliti fólks og tilfinningum: „Og fjölskyldan á neðri hæðinni situr við sitt matborð í stofunni, og litli strákurinn vinnu- konunnar sífrar öðruhvoru og vill ekki borða, en óskabörnin borða glöð og kotroskin eins og börn eiga að gera. Og stúlkan finnur til kvíð- ans, meðan hún matar drenginn og samvizku- bits vegna þessarar lífveru, sem enginn vildi eiga. ö 1 Dægurvísa 1965, bls. 5. 2 Dægurvísa 1965, bls. 5. 3 Dægurvísa 1965, bls. 6. 4 Dægurvísa 1965, bls. 65. 5 Dægurvísa 1965, bls. 66. 6 Dægurvísa 1965, bls. 37. 7 Dægurvísa 1965, bls. 106. 8 Dægurvísa 1965, bls. 64. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.