Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 11

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 11
hárið frammi fyrir speglinum og horfir gagn- rýnandi á bólótt andlit sitt, stutt nef, ofurlítið glanzandi á broddinum, framstæðan munn og í grábláum augunum slokknar ljós. Hún tyllir hárinu lauslega og snýr sér undan: Eins og það sé nokkuð varið í að vera alltaf efst í bekknum fyrir stelpu, sem hefir svona andlit."1 Einn liður í persónulýsingum sögunnar er að gera samanburð á því, hvernig hinar ýmsu persónur bregðast við sama hlutnum. Þetta framkvæmir höfundur á þann hátt, að hann læmr gest nokkurn koma í heimsókn í húsið með ávarp til undirskriftar. I ávarpi þessu er fólk beðið að lýsa yfir því, að það sé hlynnt friði í heiminum. I sögu sem þessari er hver persóna fulltrúi ákveðins samfélagshóps, auk þess sem hún hefur sín persónulegu séreinkenni. T. d. er afi fulltrúi gamla fólksins, Lína unglinganna. Svava er full- trúi giftra kvenna, Asa einstæðra mæðra. Þann- ig tengjast vandamál persónanna vandamálum samfélagsins. Af þessu leiðir, að flestar persónurnar koma lesandanum mjög kunnuglega fyrir sjónir. Per- sónur þessum líkar má víða finna. I átta fyrstu köflunum kynnist lesandinn öllum aðalpersónunum. Með hverjum nýjum kafla koma nýjar persónur til sögunnar. I fram- haldinu er síðan fjallað áfram um þessar aðal- persónur til skiptis, og auk þess koma nýjar aukapersónur til sögunnar. Höfundur kynnir ekki persónur sínar til sögunnar, heldur kynna þær sig sjálfar með hugsunum sínum, athöfnum og framkomu. Les- andinn líkt og dettur inn í líf þeirra einn maí- morgun. Nú verður vikið að einstökum persónum. Þetta efni er að sjálfsögðu tengt efni næsta kafla, um viðfangsefni og boðskap höfundar. Afi er að mínum dómi ein bezt gerða persóna í sögunni. Höfundi tekst svo undrum sætir að setja sig inn í hugsanagang gamalmennisins. Gamli maðurinn er orðinn hrumur og ósjálf- bjarga. Sjálfur á hann erfitt með að sætta sig við hrumleika sinn. Öllum leiðist hann og finnst honum of- aukið: „Æijæja, það er víst ljótt að amast við hon- um, en hann er svo leiðinlegur, aumingja karl- inn."2 Hann lifir að mesm í eigin hugarheimi og rifjar upp fyrir sér hina gömlu og, að hans áliti, góðu daga. Allar endurminningar hans eru mjög tengdar Möngu sálugu, konu hans. Hann furðar sig á innihaldsleysinu, sem hon- um finnst einkenna líf borgarbúans og þykir flest hégómi: „Og hégóminn, maður guðs og lifandi. Þetta er allt orðið einhver bévans hégómi og föndur."3 Hann hefur verið sendur til Reykjavíkur til lækninga, en leiðist iðjuleysið þar og þráir stöð- ugt heimahagana: „Og allt í einu er þetta svo nagandi sárt í brjóstinu, herbergið hans í húsinu, sem þeir lögðu nótt við dag að koma upp hérna um árið, og krakkaskinnin og túnið og þefurinn úr krónum og kumrið í ánum yfir karblautum lömbum."4 En það er hvorki pláss fyrir hann þar né hér og öll elliheimili yfirfull. Hér er tekið til um- ræðu eitt mesta vandamál hins félagslega van- þroska íslenzks nútímaþjóðfélags. Hvað á að verða um gamla fólkið? Afa er hér kippt út úr hinu gamla sveitasamfélagi inn í nútíma borgarsamfélag, þar sem sambýli kynslóðanna tíðkast ekki. Höfundur gefur ekki endanlega lausn á vandamálinu, heldur sýnir lesandanum það aðeins í skýru Ijósi og lætur í ljós samúð sína með því að sýna honum inn í hugarheim gamals manns. Hér leysist vandamálið með dauðanum. Það er gangur tilverunnar að vísu, en vandamálið er óleyst á meðan á biðinni stendur. Svava, Asa, kennslukonan, saumakonan og unga konan á loftinu eru allar, hver á sinn hátt, fulltrúar konunnar í samfélaginu. 1 Dægurvísa 1965, bls. 31. 2 Dægurvísa 1965, bls. 12. 3 Dægurvísa 1965, bls. 20. 4 Dægurvísa 1965, bls. 62. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.