Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 53

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 53
HELGI SKÚLI KJARTANSSON: STÓÐ STEFNIR í KENG? ATHUGASEMD UM ORÐIÐ STAGLÚTUR Átjánda lausavísan í Skjaldevers Jóns Helga- sonar (bls. 44) er eignuð Stefni Þorgilssyni. Hann afþakkar þar nánari kynni af kvenmanni nokkrum og kemst svo að orði í seinni hluta vísunnar: heldr vil ek við stoð standa staglútr drifinn úti, váða Gerðr, en ek verða varmr á þínum armi. (Stafs. samr. í útg. Jóns Helgasonar.) Hvað merkir nú orðmyndin staglútr? Onnur dæmi er ekki við að styðjast, svo að orðið verð- ur að skýra eftir samhenginu í þessari einu vísu. I Lex. poet. er orðið talið lýsingarorð: ludende som tovet (der gdr fra mastetoppen til stavnen). Þessi er skilningur Finns Jónssonar, og á svip- uðu máli er Kock (Notationes Norroenae, grein 2447), þar sem hann endursegir: med staget hangande, og telur líkinguna dregna af det lutande staget. Jón Helgason (neðanmáls í Skjaldevers) tor- tryggir leshátt handritsins, sem hér er eitt til frásagnar, og stingur upp á leiðréttingu: staglút, sem væri þá þágufall af nafnorði som kunde betengne en lud eller vcedske, som brugtes for at göre skibstove smidigere og mere holdbare. Má raunar einnig hugsa sér, að staglútur sé sjávarkenning og jafnvel haft í yfirfærðri merk- ingu um hvers kyns bleytu. Sé fallizt á þessa tilgátu, er augljóst, að saman á staglút drifinn. Orðið staglútur er jafnóþekkt annars staðar frá, hvort sem á það er litið sem nafnorð eða lýsingarorð. Skýring nafnorðsins er e. t. v. ekki útaf eins langsótt; þó er þar mjótt á munum. Leiðrétting lesháttar handritsins réttlætist ekki síður af hinu, að drifinn einhverju er eðlilegra orðalag í þessu sambandi en bara drif'mn. Þó þekkir Lex. poét. tvö dæmi um sambandið drifin tjöld (þýtt söstænkede), bæði úr Haralds- kvæði og frá Arnóri Þórðarsyni. Eg treysti mér því ekki til að gera upp á milli skýringa Finns og Jóns. Þvert á móti ætla ég að varpa fram þriðju tilgátunni og get þó ekki fullyrt, að hún taki hinum fram. Samkvæmt henni er staglútur lýsingarorð og lesháttur handritsins því réttur. En fyrri lið orðs- ins vil ég setja í samband við orðið stagkálfur, sem Blöndal skýrir svo: syg Kalv, hvori der if. Folketroen var en indvendig Stræng, der snærpe- de For- og Bagkroppen sammen. Hugmyndina um stagkálfa kannast ég við úr Hreppum; átti stagið að tengja saman lífbein og gollurshús, svo að kálfurinn gat ekki rétt úr sér. Aldrei hef ég mér vitanlega séð stagkálf, en lömb, sem mér var sagt, að þjáðust af sama sjúkdómi. Þau settu upp háa kryppu, skutu út fótunum til allra átta og skulfu, líkt sem af kulda. Sé orðið staglútur þennan veg hugsað, merkir það boginn eins og maður sé með stag eða í keng. Á það einkar vel við hina einkunnina, drifinn, því að hvort tveggja hefur tengsl við kulda: maðurinn er drifinn; þess vegna er hon- um kalt; þess vegna stendur hann í keng; og af sömu ástæðu nefnir hann hlýindin, þegar hann hugsar til þess að hátta hjá stúlkunni. Sé líkingin hins vegar dregin af stagi í reiða, er eðlilegast að líta svo á, að maðurinn sé ekki boginn, heldur battur, því að fátt er beinna en 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.