Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 33

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 33
lenzkri málfræði". Er þá svo komið í fyrsta sinn í a. m. k. tvo eða þrjá áratugi, hygg ég, að unnt er að Ijúka kandídatsprófi í heim- spekideild að öllu leyti samkvæmt útgefnum námsskrám. Af hálfu stofnunarinnar verður stefnt að því á næstu misserum að halda uppi kennslu samkvæmt þessum skrám, m. a. að stofna til þeirra nýmæla, sem tilefni gefast til. Þannig má nefna, að á næsta vormisseri verður í fyrsta sinn haldið námskeið í stærðfræðilegum málvísindum við deildina. Verður það að teljast nokkurt nýmæli, ekki hvað sízt vegna þess, að kennarinn verður stærðfræðingur frá Raunvís- indastofnun. Hvernig er fjármálunum háttað? Eins og stendur eru þau mjög í deiglunni og óvíst hvað verður, en árið 1973 er fyrsta árið, sem stofnunin hefur gert fjárveitingatillögur fyrir. Fjárlagabeiðni okkar fyrir árið 1973 hljóð- aði upp á 4.461.000 kr., en þar til viðbótar reikn- uðum við með nokkrum tekjum vegna bóka- útgáfu, þannig að alls gerðum við ráð fyrir, að útgjöldin yrðu u. þ. b. 4.800.000 kr. Lauslega sundurliðað skiptist þetta á eftirfarandi hátt: Til útgáfu bókaflokks voru ætlaðar um 1,6 milljónir, til launa aðstoðarfólks við rannsókna- störf 400 þúsund kr., til talmálssafns u. þ. b. 900 þús., til tölvurannsókna á íslenzku nútíma- máli 120 þús., til útgáfu tímarits 745 þús., til að bjóða erlendum fræðimanni til dvalar 380 þús., og loks voru ætlaðar 480 þús. til að gera stofnuninni kleift að tengjast tveim ráðstefnum eða þingum og 200 þús. til stjórnsýslu. Nú hefur stofnunin hafið útgáfu á ritröð, sem væntanlega verður framhald á? Já, við höfum hafið útgáfu á bókaflokki, „Uni- versity of Iceland Publications in Linguistics", og er 1. bindi komið út, sem er útgáfa á Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem ég sá um. Annað bindi, „The Pronominal Dual in Icelandic" eftir Helga Guðmundsson lektor, er á næstu grösum. Þriðja ritið er svo væntanlegt síðar á næsta ári (1973) og nefnist „Old Icelandic heiti in Modern Ice- landic" og er eftir Halldór Halldórsson prófessor. Vissulega er það ætlun okkar að halda áfram útgáfu þessa bókaflokks, enda höfum við í fjárlagabeiðninni ætlað honum allstóran hlut. Hins vegar held ég ekki, að tímabært sé að nefna hugsanleg rit sem 4. eða 5. bindi. Þó munu nokkur verk vera í undirbúningi, er gætu hentað í bókaflokki sem þessum. Ætlunin er ekki að takmarka hann við hugsanlegar ritsmíð- ar starfsfólks stofnunarinnar, heldur að leita fanga víðar. Einnig kæmi til greina að gefa út í flokknum góðar kandídatsritgerðir stúdenta. Við munum ekki binda okkur við neitt ákveðið tímabil milli útkomu bókanna, en láta efni og ástæður nánast ráða ferðinni. Eins og fram kom af fjárlagabeiðninni, er það einnig ætlun okkar að hrinda af stað út- gáfu tímarits, er gegndi svipuðu hlutverki og Islenzk tunga á sínum tíma. Þó tel ég litla von til, að fé fáist til þess á næsta ári (1973). Hins vegar ber mikla nauðsyn til að endurvekja slíka útgáfu. Islenzk tunga fór víða um iönd og gegndi mikilvægu hlutverki og hafa verið sí- felldar fyrirspurnir um framhald á þeirri útgáfu. Nú virðist þessi bókaflokkur, „University of Iceland Publications in Linguistics“, eliitium vera miðaður við frumrannsóknir. Hefur nokkuð komið til tals að gefa út, annaðhvort sem sérstaka ritröð eða á annan hátt, bækur, er einkum væru sniðnar fyrir stúdenta, t. d. kennslubækur? Eg tel ekki rétt að gera svo mjög skarpan grein- armun á þessu tvennu. Má t. d. benda á, að fyrsta ritið í þessum flokki verður notað sem kennslubók, og bæta má við, að tildrög þess, að hafizt var handa um að rita það, voru kennslu- bókarþarfir, enda þótt það hafi orðið viðameira í reynd en kennslubók þyrfti að vera. Auk þess tel ég, að stúdentar í háskólanámi verði oft að leita til rita, þar sem niðurstöður frumrann- sókna eru birtar, enda er og hlutverk háskól- ans ekki að vera fræðslustofnun, heldur að vera „vísindaleg fræðslustofnun", eins og segir í há- skólalögum. Hins vegar hefur lauslega borið á 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.