Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 26

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 26
Þar eru blessuS börnin frönsk, með borðalagða húfu, og yfirvöldin illa dönsk á annarri hverri þúfu. syngur forsöngvarinn, en þá finnst áheyrendum mál að linni: Hættu nú, herra! hér mun koma verra, sem þér er betra að þegja um en segja um. Árin 1839—1842 dvelst Jónas heima á ís- landi. Á sumrin ferðast hann um Island og legg- ur stund á náttúrufræðirannsóknir, en hefur á vetrum dvöl í Reykjavík. Reykjavík hafði lítið breytzt frá árunum 1829—-32, og unir Jónas sér þar illa. Fjárskortur bagar hann mjög, og í bréfi til J. C. H. Reinhardt 1841 segir hann: „Min eneste Sorg er Steenstrups Sundheds- tilstand, og saa den ubetydelige Omstændighed, at jeg bestemt og bogstavelig maa sulte ihjel med det förste."17 Og við sama tón kveður í bréfi til J. Steenstrup 1842: „Jeg arbejder som jeg kan bedst for at friste Tilværelsen; — det er slemt at sulte."18 Heilsuleysi stríðir nú einn- ig á hann, og segir Konráð Gíslason í minning- argrein sinni um Jónas: „En á þessum árum breyttist heilsufar hans svo til hins lakara, að hann beið þess aldrei bæmr, og hefur það sjálfsagt, að miklu leyti, dregið hann til dauða."19 Engu að síður yrkir Jónas á þessum árum mörg pólitísk og þjóðfélagsleg kvæði. Þann 20. maí 1840 birtir Kristján VIII. úr- skurð þess efnis, að embættismannanefndin á íslandi skuli koma saman og ráðgast um, hvort ekki muni vel til fallið, að ráðgjafaþing verði stofnað á Islandi. „En einkum eiga þeir vel að því að hyggja, hvort ekki sé réttast að nefna fulltrúaþingið alþing og eiga það á Þingvelli, eins og alþing hið forna, og laga eftir þessu hinu forna þingi svo mikið sem verða má."20 Þessi úrskurður verður Jónasi tilefni til fagnað- arljóðsins Alþing hiÖ nýja (Rit, bls. 79—81). Kemur þar skýrt fram, hverja Jónas telur mátt- arstólpa hins íslenzka þjóðfélags: ... siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviSur; bóndi er bústólpi — bú er landstólpi — því skal hann virður vel. Skáldið sér drauma sína rætast í ræðu „hins stórráða vísis", er hann segir til um skipan hins nýja alþingis: ... „Frelsi vil eg sæma framgjarnan lýS ættstóran kynstaf Isafoldar. Og konungur heldur áfram: Svo skal hinu unga alþingi skipað sem að sjálfir þeir sér munu kjósa. ... Jónas hvetur í kvæðislok landa sína til að vakna til dáða: ... Vaki vaskir menn! til vinnu kveður giftusamur konungur góða þegna. Á sama tíma og Jónas yrkir sín heim barátm- og hvatningarljóð fyrir frelsi Islands, sem er í hans augum endurreisn alþingis, þá yrkir hann um Danakonunga í sama anda og hann gerði í ljóði sínu til Hoppe stiftamtsmanns (sbr. bls 4). Den 28cle Juni 1840, er lofkvæði á dönsku til Kristjáns VIII., og sama er að segja um Kongens Minde, ort 1841, til minningar um Friðrik VI., „Folkets Fader", sem lézt 1839- Jónas er kon- unghollur þegn, og Danahamr kemur hvergi fyrir í Ijóðum hans. En við annan tón kveður í ljóðinu Viðbót (Rit, bls. 92), ort 1841 sem viðbót við ljóð, er Bjarni Thorarensen orti, skömmu eftir dauða Tómasar Sæmundssonar. Jónas er þá farið að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.