Mímir - 01.04.1973, Side 43
texti Árna sögu biskups með allmiklum neðan-
málsskýringum.
Árna saga biskups og Um Fóstbræðrasögu eru
eins að útliti og bókagerðarefni, en Árna saga
er prenmð hjá Isafoldarprentsmiðju. Þó sést einn
tilfinnanlegur útlitsgalli við samanburð þessara
tveggja bóka. Gylling á kjölum er í megnasta
ósamræmi og má slíkt ekki henda, þegar um er
að ræða tvö rit í sömu ritröð. Dreifingu annast
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
TUMMA KUKKÁ
Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræðum hefur
gefið út bók eina í handhægu vasabroti og
nefnist hún Tumma Kukka.
Tumma Kukka er söngbók, ætluð til notkun-
ar við hvers konar samkomur, og hefur það
fram yfir aðrar síðari tíma söngbækur, að text-
um fylgja nómr, þar sem ekki er með öllu
öruggt að allir kunni lagið við ljóðið. I Tummu
er fjöldi gamalla og góðra ljóða, sem gengið
hafa sem rauður þráður í gegn um söngbækur
um aldir, en auk þess er í bókinni fjöldi ljóða,
sem ekki hafa fyrr náð þeim sessi að standa
á söngblöðum.
Bókin er unnin af söngbókarnefnd Mímis
undir dyggri fomstu Þorbjargar Helgadótmr,
en myndir og kaílafyrirsagnir eru hannaöar at
Bjarna Fr. Karlssyni. Utgefandi og dreifandi
er Mímir. Lemr offsetprentaði.
43