Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 39

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 39
þetta er nú einu sinni svo, að íslendingar eru alltaf allir aftur í fornöld, og eini maðurinn, sem eitthvað hefur ritað verulega um íslenzka nú- tímasögu, er Þorsteinn Thorarensen. Hans verk eru að sjálfsögðu umdeilanleg, eins og öll önn- ur verk. Hvað er að frétta af útgáfustaríi? Þar er allt í smáum stíl. Við munum hafa samvinnu við Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins um útgáfu kandidatsritgerða. Sú fyrsta er um það bil að koma út, en það er ritgerð Gunnars Karlssonar, Frá endurskoðun til valtýsku. I bígerð er að halda þessu starfi áfram, en það er bæði vandasamt og viðkvæmt mál að velja efni til birtingar. En margar þessara próf- ritgerða eru anzi merkilegar og vel þess virði að vera gefnar út. Þessi útgáfa ætti að verka sem hvati á kandidatsefni, en hugmyndin er, að útlit ritanna verði hið sama, og þau myndi ritröð. Einnig væri æskilegt að gefa út verk prófessora og lektora, en ekkert hefur verið ákveðið þar um. Verður gefið út tímarit? Það hefur verið rætt um að stofnunin gæfi út tímarit, en fjárskortur veldur því, að ekkert hefur verið gert í þeim málum enn. En með útgáfu tímarits og annarra verka, væri unnt að afla stofnuninni ýmissa fræði- og tímarita, þ. e. a. s. með ritaskiptum við útlönd. Þannig mætti byggja upp vísi að nokkurs konar stofn- unarbókasafni. En eins og ég sagði, stríðum við við fjármálaerfiðleika, og ekkert verður gert án peninga. Hefur komið til tals að gefa út kennslubækur í sagnfræði fyrir Háskólann eða aðra skóla? Nei. Það hefur ekkert verið rætt um það. Kennslubækur eru nú yfirleitt gefnar út af höfundunum sjálfum, og sú útgáfa er hreint enginn gróðavegur, því að kennslubækur hafa svo þröngan markað. En ef við gæmm með útgáfu náð til almennings og fengið einhverjar tekjur af útgáfunni, væri ýmislegt hægt að gera fleira. Nú virðist f járhagsvandi standa í vegi fyrir framkvæmdum. Hver er fjármálaleg staða stofnunarinnar? Hún er afar slæm. Við höfum sent frá okkur áætlanir um væntanleg rannsóknastörf og um- sóknir um aukna fjárveitingu, en fáum lítinn hljómgrunn. Skammturinn, sem við fengum á þessu ári (1972) var 170.000,00 og það dugar skammt til rannsókna eða útgáfu. Raunar er ekkert hægt að gera fyrir þessa fjárhæð. Hvað við fáum á fjárlögum næsta árs, veit ég ekki, en satt að segja er ég vondaufur um glæsilegt framlag. Já, við bemm okkur hörmulega vegna þessa fjárskorts. Frá þessari hlið séð eru stofnanir heimspekideildar tómt grín. Það er sýndar- mennska ein að stofna fyrirtæki og hafa ekki fjárhagsgrundvöll til að reka það. Hverjir eru starfsmenn stofnunarinnar? Starfsliðið er þriggja manna stjórn, svo og allir sagnfræðikennarar við heimspekideild. Þá vinna nokkrir stúdentar og kandidatar að rannsókn- um við stofnunina, sumir á styrkjum, að mestu erlendum. Þegar stofnanirnar við heimspekideild lögðu fram áætlanir og fjárhagsbeiðnir fyrir árið 1973, var beðið um sameiginlega upphæð, til þess að hægt væri að ráða skrifstofustúlku til hálfs dags vinnu. Þetta mundi létta mjög á stjórnum stofn- ananna, til dæmis við bréfaskriftir og aðra pappírsvinnu. Hingað til hefur deildarfulltrúinn, Fríða A. Sigurðardóttir, hlaupið undir bagga með okkur í þessum efnum, en það veldur því embætti einungis auknu álagi og er engin úr- lausn. Þess vegna væntum við þess, að þessi umsókn verði tekin til greina. Við höfum einnig sótt um fjárveitingu til að fá hingað fyrirlesara, sem gæti lesið fyrir og haldið seminaræfingar með stúdentum. Eins og annað, er þetta háð peningum. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.