Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 40

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 40
Hvað er helzt að segja frá rannsóknastarfi og rannsóknastofu? Hér í Arnagarði höfum við litla rannsókna- stofu, sem við fengum afnot af í vor. Þá er okkur ætluð önnur stofa í húsinu, en þar er nú lestrarsalur. Eins og ég sagði áðan, vinna nokkrir stúdent- ar og kandidatar að rannsóknum á vegum stofn- unarinnar. Hér á rannsóknastofunni eru til dæmis fjórir þeirra að vinna að verkefnum varðandi Islandssögu. Þá er verið að vinna að samskandinaviskri rannsókn á fólksflutningun- um til Ameríku. Þórhallur Vilmundarson, prófessor, er fulltrúi Islands á þessum vettvangi og að þessu máli vinna á vegum stofnunarinnar tveir stúdentar. Hér er aðeins um gagnasöfnun að ræða, en öll úrvinnsla efnisins fer svo fram í Danmörku. Islendingar njóta styrks frá Norð- urlöndum til þessara rannsókna, en þó hefur stofnunin getað lagt fram örlítinn skerf til þeirra. Þá skal nefna samnorrænar rannsóknir á eyði- býlum, en Bjöm Teitsson, magister, hefur um- sjón með þessu efni, og vann að því á síðast- liðnu sumri við annan mann. Þessar rannsóknir eru að mesm unnar á norrænum styrk. Hvernig standa bókasafnsmál stofnunarinnar? Bókamálin eru öll á snæmm Háskólabókasafns. Að vísu er í reglugerð minnzt á sérbókasöfn stofnana, en þessi stofnun á aðeins eina bók, doktorsritgerð Jónasar Kristjánssonar Um Fóst- bneSrasögu. Auk hennar er á rannsóknastofunni gamalt eintak af Britannicu. Við höfum samið við Háskólabókasafn um að fá lánað til stofnunarinnar, slangur af bók- um, sem til eru á safninu í tví- eða þrítökum. Þetta er allt undir eftirliti safnsins, og þeir, sem vinna á rannsóknastofunni hafa fengið eitt- hvað lánað, En við getum eignast bækur með ritaskiptum, eins og ég sagði fyrr, svo og með fjárveitingu, ef að henni verður. Hver er háttur á stjórnun stofnunarinnar? Stofnuninni er stýrt af þriggja manna stjórn, og þar em auk mín, Þórhallur Vilmundarson, prófessor og Helgi Þorláksson, fulltrúi stúdenta. Við höldum reglulega fundi á hverjum laug- ardegi um hádegisbilið. Þessir fundir eru opnir og kennarar oft hvattir til að mæta. Þangað er stúdentum einnig frjálst að koma, hafi þeir nokkurn áhuga á því. Allir, sem vilja vita um stjórnun stofnunar- innar geta leitað til ritarans, Helga Þorlákssonar. Hann hefur fundagerðabókina og þar eru engin leyndarmál. Bókin er öllum opin. E. M./S. P. E. Til þess að gefa lesendum nokkra hugmynd um eignir og stöðu stofnana heimspekideildar, skal hér birtur listi yfir eignir sagnfræðistofnunar. Téður listi var af blaðamanni séður hangandi á vegg rannsóknastofu stofnunarinnar og er hér birtur án allra leyfa. EIGNIR SAGNFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS 2 Parker pennar, 5 fyllingar. 2 pk. Heftivír insp. 10/8 72. 1 Reglustrika (-stika). 1 pk. Bréfklemmur insp. 10/8 72. 100 VéLritunarblöð, stærð A4, inspection 42 Atlasblöð (1:100.000). 10/8 72. 1 Bókhnífur, gjöf Jóns Friðjónssonar 100 Arkir strikaðar, inspection 7/7 72. 14/8 72. 1 Mappa (bréfabindi). 1 Stimpill 18/8. 1 Fundagerðabók. 1 Stimpilpúði 18/8. 1 Gatari (Leitz). 1 gl. Stimpilblek 18/8. 1 Heftari (Stapler). 1 Mappa (bréfabindi) 18/8. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.