Mímir - 01.04.1973, Side 40
Hvað er helzt að segja frá
rannsóknastarfi og rannsóknastofu?
Hér í Arnagarði höfum við litla rannsókna-
stofu, sem við fengum afnot af í vor. Þá er
okkur ætluð önnur stofa í húsinu, en þar er nú
lestrarsalur.
Eins og ég sagði áðan, vinna nokkrir stúdent-
ar og kandidatar að rannsóknum á vegum stofn-
unarinnar. Hér á rannsóknastofunni eru til
dæmis fjórir þeirra að vinna að verkefnum
varðandi Islandssögu. Þá er verið að vinna að
samskandinaviskri rannsókn á fólksflutningun-
um til Ameríku. Þórhallur Vilmundarson,
prófessor, er fulltrúi Islands á þessum vettvangi
og að þessu máli vinna á vegum stofnunarinnar
tveir stúdentar. Hér er aðeins um gagnasöfnun
að ræða, en öll úrvinnsla efnisins fer svo fram
í Danmörku. Islendingar njóta styrks frá Norð-
urlöndum til þessara rannsókna, en þó hefur
stofnunin getað lagt fram örlítinn skerf til
þeirra.
Þá skal nefna samnorrænar rannsóknir á eyði-
býlum, en Bjöm Teitsson, magister, hefur um-
sjón með þessu efni, og vann að því á síðast-
liðnu sumri við annan mann. Þessar rannsóknir
eru að mesm unnar á norrænum styrk.
Hvernig standa bókasafnsmál
stofnunarinnar?
Bókamálin eru öll á snæmm Háskólabókasafns.
Að vísu er í reglugerð minnzt á sérbókasöfn
stofnana, en þessi stofnun á aðeins eina bók,
doktorsritgerð Jónasar Kristjánssonar Um Fóst-
bneSrasögu. Auk hennar er á rannsóknastofunni
gamalt eintak af Britannicu.
Við höfum samið við Háskólabókasafn um
að fá lánað til stofnunarinnar, slangur af bók-
um, sem til eru á safninu í tví- eða þrítökum.
Þetta er allt undir eftirliti safnsins, og þeir, sem
vinna á rannsóknastofunni hafa fengið eitt-
hvað lánað, En við getum eignast bækur með
ritaskiptum, eins og ég sagði fyrr, svo og með
fjárveitingu, ef að henni verður.
Hver er háttur á
stjórnun stofnunarinnar?
Stofnuninni er stýrt af þriggja manna stjórn,
og þar em auk mín, Þórhallur Vilmundarson,
prófessor og Helgi Þorláksson, fulltrúi stúdenta.
Við höldum reglulega fundi á hverjum laug-
ardegi um hádegisbilið. Þessir fundir eru opnir
og kennarar oft hvattir til að mæta. Þangað er
stúdentum einnig frjálst að koma, hafi þeir
nokkurn áhuga á því.
Allir, sem vilja vita um stjórnun stofnunar-
innar geta leitað til ritarans, Helga Þorlákssonar.
Hann hefur fundagerðabókina og þar eru engin
leyndarmál. Bókin er öllum opin.
E. M./S. P. E.
Til þess að gefa lesendum nokkra hugmynd um eignir og stöðu stofnana heimspekideildar,
skal hér birtur listi yfir eignir sagnfræðistofnunar. Téður listi var af blaðamanni séður
hangandi á vegg rannsóknastofu stofnunarinnar og er hér birtur án allra leyfa.
EIGNIR SAGNFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS
2 Parker pennar, 5 fyllingar. 2 pk. Heftivír insp. 10/8 72.
1 Reglustrika (-stika). 1 pk. Bréfklemmur insp. 10/8 72.
100 VéLritunarblöð, stærð A4, inspection 42 Atlasblöð (1:100.000).
10/8 72. 1 Bókhnífur, gjöf Jóns Friðjónssonar
100 Arkir strikaðar, inspection 7/7 72. 14/8 72.
1 Mappa (bréfabindi). 1 Stimpill 18/8.
1 Fundagerðabók. 1 Stimpilpúði 18/8.
1 Gatari (Leitz). 1 gl. Stimpilblek 18/8.
1 Heftari (Stapler). 1 Mappa (bréfabindi) 18/8.
40