Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 17
meyja" eru auk þess gagnrýni á stöðu kon-
unnar í þjóðfélaginu.
I grein, sem birtist í Þjóðviljanum 1966,
undir fyrirsögninni „Himnasending", ræðir
Jakobína m. a. um hætm þá, sem gæti stafað
af hernáminu og kísiliðjunni í Mývatnssveit.
Þar segir:
„Og þegar þeir, sem enn hafa sjálfstraust til
að vera menn, afþakka slíkar himnasendingar,
ber fjöldi manna sér á brjóst, hniprar sig saman
eins og hræddur brekkusnigill og fullyrðir: Eg
hef ekkert vit á þessum málum. Það eru víst
bara kommúnistar, sem eru á móti þessu — —
En okkur vantar sjálfsvirðingu, þá sjálfsvirð-
ingu almennings, sem treystir dómgreind sinni
til að velja og hafna, án tillits til lífsþæginda
og stundarhagnaðar."1
Þessi orð minna á viðbrögð fólksins í Dægur-
vísu við Friðarávarpinu.
Einnig segir í sömu grein:
„Lífsþægindi eru, eins og annað, það sem
menn gera þau að. Góð eru þau meðan þau
hjálpa manninum til að vera maður, hugsandi
vera með óskerta sjálfsvirðingu. Vond þegar
þau eru orðin eina lífsgildi sljórrar, óseðjandi
skepnu, í mannsmynd að nafni til."2
Nokkuð hefur verið deilt um það, hvort
Dægurvísa væri gagnrýni á íslenzkt þjóðfélag
eða ekki.
Eins og ég hef áður tekið fram, tel ég höfuð-
boðskap bókarinnar vera þann, að það sé dýr-
legt að vera til, og menn eigi að reyna að öðl-
ast sem mesta lífshamingju. Hins vegar tel ég
ekki, að hægt sé að ganga fram hjá þeirri þjóð-
félagslegu gagnrýni, sem kemur fram í bókinni
sem aukaatriði, því maðurinn er félagsvera, og
því hlýtur leiðin til lífshamingju fyrir flesta
að liggja í gegnum sem bezt uppbyggt þjóð-
félag.
Eg tel Dægurvísu vera þjóðfélagslega raun-
sætt verk, sem á brýnt erindi til samtímans. •—
Þess má geta hér, að á sama ári og Dægurvísa
kom út, voru gefnar út fjórar aðrar skáldsögur,
sem allar gagnrýna meira og minna íslenzkt
þjóðfélag og setu varnarliðsins í landinu. Þess-
ar bækur eru „Borgarlíf" eftir Ingimar Erlend
Sigurðsson, „Orgelsmiðjan", eftir Jón frá Pálm-
holti, „Svört messa" eftir Jóhannes Helga og
„I heiðinni", eftir Björn Bjarman.
Það má sjálfsagt gagnrýna ýmislegt við Dæg-
urvísu, ef farið er út í smáatriði, t. d., að
ekki eru allar persónur jafn vel gerðar, og að
höfundur gerist nokkuð rómantísk, þegar hún
hafnar borgarlífi svo afdráttarlaust á kostnað
sveitalífsins. Mér finnst hér eiga vel við orð
Svövu Jakobsdóttur, sem hún viðhefur í gagn-
rýni sinni um Snöruna: „Félagslegt raunsæi er
styrkur Jakobínu sem höfundar, en veikleiki
hennar er rómantísk hugsýn."3
En í heild er sagan mjög vel uppbyggð, bæði
hvað snertir form og innihald.
Ólöf Benediktsróttir.
1 Jakobína Sigurðardóttir: Himnasending.
Þjóðviljinn '6. febrúar 1966, bls. 3.
2 Jakobína Sigurðardóttir: Heimnasending.
Þjóðviljinn ’6. febrúar 1966, bls. 3.
3 Svava Jakobsdóttir: Jakobína Sigurðardóttir,
Snaran. Skírnir 1969, bls. 253.
HEIMILD ASKRÁ:
Einar Olgeirsson:
Jakobína Sigurðardótdr: Dægurvísa, Réttur I. 1966.
Erlendur Jónsson:
Dægurvísa Jakobínu. Morgunblaðið 5. des. 1965.
Jakobína SigurSardóttir:
Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og
Ketilbjörtu Kotungsdóttur 1959-
Kvæði 1960.
Punktur á skökkum stað 1964.
Dægurvísa 19'6 5.
Snaran 1968.
Sjö vindur gráar 1970.
Himnasending. Þjóðviljinn 6. febr. 1966.
Staffan Björck:
Romanens formvárld. Studier i prosaberáttarens
teknik. Sth. 1963.
Svava Jakobsdóttir:
Jakobína Sigurðardóttir, Snaran. Skírnir 1969.
17