Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 31
STOFNANIRNAR ÞRJAR
Nú hafa rannsóknastofnanirnar á vegum Heimspekideildar starfað um árs skeið. I desem-
ber síðastliðnum fóru nokkrir fréttasnápa Mímis til funda við forstöðumenn þessara fyrir-
tækja, og eru viðtölin, sem hér birtast, frá þeim tíma. Er það von Mímis, að lesendur verði
öllu fróðari um starf stofnananna, er þeir hafa lesið það, sem hér fer á eftir.
STÆRÐFRÆÐINGUR KENNIR MÁLVÍSINDI
KANNSÓKNASTOFNUN
í NORKÆNUM MÁLVlSINDUM
Forstöðumaður:
Hreinn Benediktsson, prófessor.
Formaður stjórnar:
Baldur Jónsson, lektor.
Ritari stjórnar:
Kolbrún Haraldsdóttir, fulltrúi stúdenta.
Viðtal við Hrein Benediktsson.
Hver er forsaga stofmmariiuiar?
Arið 1968—69 voru í athugun breytingar á
háskólalögunum. Þá kom m. a. inn ákvæði
(í 9. grein) um deildarstofnanir við háskólann.
í samræmi við það lögðum við Halldór Hall-
dórsson í febrúar 1969 fram í heimspekideild
tillögu til reglugerðar fyrir Rannsóknastofnun
í norrænum málvísindum. Sú tillaga var í at-
hugun fram eftir sumri og var látin bíða af-
greiðslu í heimspekideild, þar til fram höfðu
komið tilsvarandi tillögur um stofnanir í bók-
menntafræði og sagnfræði. Var þessi dráttur
raunar ástæðulaus, þar sem ekki var um það
að ræða að færa alla starfsemi deildarinnar
yfir á form stofnana eða skipta deildinni í
stofnanir, eins og sjálf stofnanahugmyndin fel-
ur þó í sér. Voru þessar tillögur allar svo af-
greiddar frá deild haustið 1969 og til ráðuneytis
í ársbyrjun 1970. Viðbrögð ráðuneytisins voru
á þá lund, að það ritaði deildinni bréf með
ósk um fjárhagslega greinargerð. Þessu bréfi
var síðan svarað snemma vors 1970. Var síðan
kjörin nefnd í deildinni til að vinna að fram-
gangi málsins, og vann hún mikið og gott starf
undir forsæti Halldórs Halldórssonar, og hlutu
reglugerðirnar staðfestingu 13. apríl 1971 og
komu til framkvæmda 1. janúar 1972. Þetta
er hin beina, skjalfesta forsaga þessara þriggja
stofnana. Hins vegar mun forsagan í raun vera
öllu lengri. Eg minnist þess t. d., að þegar rætt
var um byggingu Arnagarðs, þá bar mál þetta
mjög á góma. Atti ég þá sæti í háskólaráði og
bar fram tillögu 27. jan. 1964 um, að í þessu
húsi yrði „komið fyrir „institúti" í íslenzkum
fræðum", eins og þessar greinar hétu þá í reglu-
gerð háskólans. A fundi sínum 20. maí 1964
gerði Heimspekideild síðan ályktun til háskóla-
31