Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 18
SARA GARNES:
LENGD HLJÓÐA í ÍSLENZKU1
I. Inngangur
Margt hefur verið ritað um hlutverk lengdar
í íslenzkri fónólógíu (sbr. Hrein Benediktsson
1963 og frekari tilvitnanir þar). Hreinn Bene-
diktsson (1963) dregur hið fónólógíska kerfi
saman á eftirfarandi hátt: I áherzluatkvæðum
eru sérhljóð löng á undan einföldu samhljóði
en stutt á undan tvöföldu samhljóði. Frá þessari
reglu eru minni háttar undantekningar. Lengd
sérhljóða má þannig ráða af fjölda eftirfar-
andi samhljóða. Stungið hefur verið upp á fjór-
um mismunandi lausnum á táknun lengdar-
dreifingar í íslenzku:
(1) Kemp Malone merkir bæði sérhljóð og
samhljóð með tilliti til aðgreinandi lengdar,
(2) Einar Haugen sameinar lengd og áherzlu í
’accent’ og telur hana bæði til sérhljóða og
samhljóða,
(3) ’Sveinn Bergsveinsson merkir aðeins aðgrein-
andi lengd sérhljóða, en
(4) Hreinn Benediktsson aðeins aðgreinandi
lengd samhljóða.
En hver ofangreindra lausna styðst við hljóð-
fræðilegar staðreyndir? Eg tók til athugunar2
1 Verk þetta hlaut nokkurn stuðning frá ;rNational
Science Foundation Grant 534.1".
2 Gögn þau, sem sett eru fram hér, em byggð á
máli aðal-heimildarmanns míns, Þráins Eggertssonar,
30 ára, en hann er innfæddur Reykvíkingur. Lengdar-
munur nær jafnt til tvíhljóða sem einhljóða, þó ég
hafi í þessari athugun aðeins tekið fyrir einhljóðin.
Enginn löngu samhljóðanna var hluti klasa. Engar
mælingar voru gerðar á samhljóðum í framstöðu
(sbr. Lehiste 1970a:27). Formantar voru mældir eftir
„Voiceprint" spektrógrömmum. Lengd var mæld eftir
sveiflusjá. Sjá Stefán Einarsson (1927) vegna eldri
mælinga.
eftirfarandi eiginleika í þrenns konar hljóð-
samböndum:
(1) Hljóðlengd og hljóðgildi sérhljóða í ein-
kvæðum orðum af gerðinni CVC: —CV:C,
t. d. húss — hús,
(2) lengd sérhljóða, samhljóða og aðblásturs í
einkvæðum orðum af gerðinni CVhC: —
CV:Ch, t. d. takk — tak, og
(3) dvöl sneiðar í tvíkvæðum orðum af gerð-
inni CVhC:V — CV:ChV, t. d. kakka —
kaka. (Sjá mynd 1.)
Venjulega eru löngu, stríðu, órödduðu lokhljóð-
in /pp/, /tt/, /kk/, hljóðrituð sem langt sam-
hljóð ásamt aðblæstri en án fráblásmrs, þ. e.
[hC:]. Stuttu, stríðu lokhljóðin /p/, /t/, /k/
hafa ekki aðblástur en eru fráblásin, [Ch].
1. CVC: C V: C
h ú ss h ú s
2. C V h& c V: Ch
t a kk t a k
iCV hC- V C V: Ch V
kakka ka ka
Mynd 1: Mismunandi hljóðasambönd ásamt dæmum.
18