Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 41

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 41
Hér hefst nýr þáttur í Mími. Honum er ætlað það hlutverk að vera nokkurs konar bóka- kynning, stutt frásögn af nýútkomnum verkum, en þátturinn mun á engan hátt ganga inn á svið þess liðar, sem fyrir hefur verið í blaðinu og er enn, þ. e. Um bcekur. Þar munu áfram birtast ritdómar og lengri greinar um einstök verk. Þessi þáttur hefur ekkert afmarkað efnissvið, en í þetta sinn verður getið bóka, sem eiga það sameiginlegt, að höfundar þeirra og útgáfustofnanir eru starfandi á menntasetrinu Árnagarði. THE FIRST GRAMMATICAL TREATISE Rannsóknastofnun í norrænum málvísindum hefur nýlega sent frá sér bókina Tloe First Grammatical Treatise eftir Hrein Benediktsson, prófessor. Bók þessi, sem er á ensku, er fyrsta bindi í ritröð, sem nefnist University of Iceland Publications in Linguistics (UIPL). Eins og nafn bókarinnar ber með sér, er hér um að ræða nýtt rit um Fyrstu málfrceðiritgerð- ina, og er hún hér skoðuð frá mörgum sjónar- hornum. Fjallað er um handrit, aldur og höf- und ritgerðarinnar, og auk þess er athuguð stafsetning höfundar og leturgerð handrita, svo og staða ritgerðarinnar á meðal forníslenzkra bókmennta. Þá eru í bókinni Ijósmyndir af handriti ritgerðarinnar, stafrétmr texti hennar og ensk þýðing ásamt athugasemdum. Síðast eru bókaskrár, orðaskrár og nafnaskrá. Bók þessi er 280 blaðsíður, prentuð á gulleit- an pappír. Prentun og bókband er unnið í Danmörku, og bókin er fáanleg heft eða í brúnu leðurlíkisbandi. Yandað hefur verið til útlits bókarinnar og band virðist sterklegt. UM FÓSTBRÆÐRASÖGU Stofnun Arna Magnússonar á Islandi (áður Handritastofnun Islands) sendi nýlega frá sér bókina Um Fóstbneðrasögu eftir dr. Jónas Kristjánsson, prófessor. Bókin er doktorsrit höf- undar. í stórum dráttum er efni bókarinnar: Yfirlit um handrit, varðveitt og glötuð, flokkun þeirra og gildi; varðveÍ2la vísna, aldur þeirra og höf- undar; rittengsl Fóstbræðrasögu við aðrar sögur og rit, og úttekt á stíl hennar. Þá er kafli um aldur sögunnar, höfund og heimkynni, samtekt (summary) á ensku, heimildaskrá, nafnaskrá og handritaskrá. Bókin Um Fóstbræðrasögu er allmikil að vöxtum, alls 345 blaðsíður, og prentun og bók- band unnið hjá Prenthúsi Hafsteins Guðmunds- sonar. Bókin er fáanleg heft eða bundin. Band- ið er smekklegt, en afar viðkvæmt, sérstaklega klæðning kápuspjalda. Um Fóstbræðrasögu er fyrsta bindi í ritröð, sem nefnist einfaldlega RIT, og mun áfram gefin út af Stofnun Arna Magnússonar. Dreif- ingu annast Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.