Mímir - 01.04.1973, Side 41

Mímir - 01.04.1973, Side 41
Hér hefst nýr þáttur í Mími. Honum er ætlað það hlutverk að vera nokkurs konar bóka- kynning, stutt frásögn af nýútkomnum verkum, en þátturinn mun á engan hátt ganga inn á svið þess liðar, sem fyrir hefur verið í blaðinu og er enn, þ. e. Um bcekur. Þar munu áfram birtast ritdómar og lengri greinar um einstök verk. Þessi þáttur hefur ekkert afmarkað efnissvið, en í þetta sinn verður getið bóka, sem eiga það sameiginlegt, að höfundar þeirra og útgáfustofnanir eru starfandi á menntasetrinu Árnagarði. THE FIRST GRAMMATICAL TREATISE Rannsóknastofnun í norrænum málvísindum hefur nýlega sent frá sér bókina Tloe First Grammatical Treatise eftir Hrein Benediktsson, prófessor. Bók þessi, sem er á ensku, er fyrsta bindi í ritröð, sem nefnist University of Iceland Publications in Linguistics (UIPL). Eins og nafn bókarinnar ber með sér, er hér um að ræða nýtt rit um Fyrstu málfrceðiritgerð- ina, og er hún hér skoðuð frá mörgum sjónar- hornum. Fjallað er um handrit, aldur og höf- und ritgerðarinnar, og auk þess er athuguð stafsetning höfundar og leturgerð handrita, svo og staða ritgerðarinnar á meðal forníslenzkra bókmennta. Þá eru í bókinni Ijósmyndir af handriti ritgerðarinnar, stafrétmr texti hennar og ensk þýðing ásamt athugasemdum. Síðast eru bókaskrár, orðaskrár og nafnaskrá. Bók þessi er 280 blaðsíður, prentuð á gulleit- an pappír. Prentun og bókband er unnið í Danmörku, og bókin er fáanleg heft eða í brúnu leðurlíkisbandi. Yandað hefur verið til útlits bókarinnar og band virðist sterklegt. UM FÓSTBRÆÐRASÖGU Stofnun Arna Magnússonar á Islandi (áður Handritastofnun Islands) sendi nýlega frá sér bókina Um Fóstbneðrasögu eftir dr. Jónas Kristjánsson, prófessor. Bókin er doktorsrit höf- undar. í stórum dráttum er efni bókarinnar: Yfirlit um handrit, varðveitt og glötuð, flokkun þeirra og gildi; varðveÍ2la vísna, aldur þeirra og höf- undar; rittengsl Fóstbræðrasögu við aðrar sögur og rit, og úttekt á stíl hennar. Þá er kafli um aldur sögunnar, höfund og heimkynni, samtekt (summary) á ensku, heimildaskrá, nafnaskrá og handritaskrá. Bókin Um Fóstbræðrasögu er allmikil að vöxtum, alls 345 blaðsíður, og prentun og bók- band unnið hjá Prenthúsi Hafsteins Guðmunds- sonar. Bókin er fáanleg heft eða bundin. Band- ið er smekklegt, en afar viðkvæmt, sérstaklega klæðning kápuspjalda. Um Fóstbræðrasögu er fyrsta bindi í ritröð, sem nefnist einfaldlega RIT, og mun áfram gefin út af Stofnun Arna Magnússonar. Dreif- ingu annast Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 41

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.