Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 22

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 22
í báðum þessum kvæðum ræðst Jónas harka- lega og biturlega á fégræðgi og ágirnd kaup- manna og fordæmir það óréttlæti, er þeir fremja á landslýð, og hér eru stóryrðin ekki spöruð: I léttu rúmi liggur þér, þótt líðir sálar tjón; ágirnd fíkin, sem brjóst þitt ber, blindar svo hjartans sjón, magnaði mammons þjón! munaðarlausu ekkjuna sem grætir. (Skraddara-þankar...) eða úr ræðu kaupmanns í Kvölddrykkjunni: Sefur samvizka, svæfði ég hana, svo hún aldrei um aldir vakni; sá var ormur óduglegum vörusölum verst um gefinn. Og Jónas vísar til, hvernig fara muni fyrir þessum óþjóðalýð, er ævi Ijúki: Drottinn bauð, — eitt sinn dynja fer dóms-lúður skýjum í; hve mun þá dyggð þín hrósa sér? hvort muntu sleppa frí? Magnlausa moldar þý! muntu þá gulli guðdóms-veldið sigra? (Skraddara-þankar...) En þótt Jónas segi hér stór orð um kaup- mannastéttina og verzlunarokið, þá er það í sama anda og önnur þjóðfélagsleg kvæði þess- ara tíma. Límm t. d. á stöku Sigurðar Breið- fjörðs: Það er dauði og djöfuls nauð, er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar.ð Menn yrkja um þann eldinn, er sárast brennur á þeim sjálfum, fátæktina og verzlunarokið. Vandamálin eru ekki skoðuð í þjóðfélagslegu og pólitísku samhengi, heldur hvert fyrir sig. Það er ekki höggvið að rótum meinsins, sem sé hinum dönsku stjórnarfarslegu yfirráðum á öllum sviðum. Pólitískt séð voru Islendingar þessa tíma stungnir því svefnborni, sem hefur reyndar lengi dugað þeim vel. Eitt kvæði yrkir Jónas á skólaárum sínum, líklega 1828—296 sem vísar til þess, er koma skal. Er það Ijóðið Nótt og morgunn, (Rit, bls. 28—29). Páll Melsted segir frá því, að hann hafi fundið þetta kvæði í rusli á Bessa- stöðum.7 Er einnig sagt frá því, að Páll hafi sýnt Jónasi þetta kvæði, er þeir bjuggu saman á Garði, og Jónas þá sagt, að svona væri það ekki gott, en gjöra mætti úr því tvö kvæði.8 I þessu kvæði er landinu lýst, sem það var fyrr- um og er enn, og skáldið heyrir rödd guðsins: Allt var kyrrt; — frá utanfjarðar-grunni einstök vakin bára stundum hvein. Rödd er heyrði í rökkur-hálfdimmunni, rödd, sem hrærði klakabundinn stein. Hún kvað margt um horfinn þjóðar-anda, hreystibrest og kveifarlíf og neyð; hræddist Island, —- heyrði búinn vanda, harma-stöfum barna sinna kveið. Er þetta fyrsta kvæðið, þar sem fram kemur hjá Jónasi samanburður á fortíð og nútíð, og hugmynd um, að miklar breytingar séu í vænd- um, sem ekki munu verða auðveldar í fram- kvæmd. Kvæðið er nokkuð óljóst, greinilega ekki fullunnið, en engu að síður mjög merki- leg heimild um, að Jónas var farinn að sjá vandamálin í öðru Ijósi og skýrara en hann gerði, er hann orti kaupmannskvæðin. Þegar Jónas hafði lokið námi í Bessastaða- skóla 1829, ræður hann sig skrifara hjá land- og bæjarfógeta Regner Christopher Ulstrup í Reykjavík, og starfaði hjá honum til ársins 1832, en þá fer hann utan tii Kaupmannahafn- ar. Matthías Þórðarson segir í ævisögu Jónasar: „Því miður er nú lítið kunnugt um það, hversu Jónasi hafi fallið þetta nýja líf. Hann var að sjálfsögðu vel kunnugur öllu í Reykjavík og sennilega hefir hann þeklít hér ýmsa. Hann var fyllilega vaxinn stöðu sinni, og eflaust hefur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.