Mímir - 01.04.1973, Side 11
hárið frammi fyrir speglinum og horfir gagn-
rýnandi á bólótt andlit sitt, stutt nef, ofurlítið
glanzandi á broddinum, framstæðan munn og
í grábláum augunum slokknar ljós. Hún tyllir
hárinu lauslega og snýr sér undan: Eins og það
sé nokkuð varið í að vera alltaf efst í bekknum
fyrir stelpu, sem hefir svona andlit."1
Einn liður í persónulýsingum sögunnar er að
gera samanburð á því, hvernig hinar ýmsu
persónur bregðast við sama hlutnum.
Þetta framkvæmir höfundur á þann hátt, að
hann læmr gest nokkurn koma í heimsókn í
húsið með ávarp til undirskriftar. I ávarpi þessu
er fólk beðið að lýsa yfir því, að það sé hlynnt
friði í heiminum.
I sögu sem þessari er hver persóna fulltrúi
ákveðins samfélagshóps, auk þess sem hún hefur
sín persónulegu séreinkenni. T. d. er afi fulltrúi
gamla fólksins, Lína unglinganna. Svava er full-
trúi giftra kvenna, Asa einstæðra mæðra. Þann-
ig tengjast vandamál persónanna vandamálum
samfélagsins.
Af þessu leiðir, að flestar persónurnar koma
lesandanum mjög kunnuglega fyrir sjónir. Per-
sónur þessum líkar má víða finna.
I átta fyrstu köflunum kynnist lesandinn
öllum aðalpersónunum. Með hverjum nýjum
kafla koma nýjar persónur til sögunnar. I fram-
haldinu er síðan fjallað áfram um þessar aðal-
persónur til skiptis, og auk þess koma nýjar
aukapersónur til sögunnar.
Höfundur kynnir ekki persónur sínar til
sögunnar, heldur kynna þær sig sjálfar með
hugsunum sínum, athöfnum og framkomu. Les-
andinn líkt og dettur inn í líf þeirra einn maí-
morgun.
Nú verður vikið að einstökum persónum.
Þetta efni er að sjálfsögðu tengt efni næsta
kafla, um viðfangsefni og boðskap höfundar.
Afi er að mínum dómi ein bezt gerða persóna
í sögunni. Höfundi tekst svo undrum sætir að
setja sig inn í hugsanagang gamalmennisins.
Gamli maðurinn er orðinn hrumur og ósjálf-
bjarga. Sjálfur á hann erfitt með að sætta sig
við hrumleika sinn.
Öllum leiðist hann og finnst honum of-
aukið:
„Æijæja, það er víst ljótt að amast við hon-
um, en hann er svo leiðinlegur, aumingja karl-
inn."2
Hann lifir að mesm í eigin hugarheimi og
rifjar upp fyrir sér hina gömlu og, að hans
áliti, góðu daga. Allar endurminningar hans
eru mjög tengdar Möngu sálugu, konu hans.
Hann furðar sig á innihaldsleysinu, sem hon-
um finnst einkenna líf borgarbúans og þykir
flest hégómi:
„Og hégóminn, maður guðs og lifandi. Þetta
er allt orðið einhver bévans hégómi og föndur."3
Hann hefur verið sendur til Reykjavíkur til
lækninga, en leiðist iðjuleysið þar og þráir stöð-
ugt heimahagana:
„Og allt í einu er þetta svo nagandi sárt í
brjóstinu, herbergið hans í húsinu, sem þeir
lögðu nótt við dag að koma upp hérna um
árið, og krakkaskinnin og túnið og þefurinn úr
krónum og kumrið í ánum yfir karblautum
lömbum."4
En það er hvorki pláss fyrir hann þar né hér
og öll elliheimili yfirfull. Hér er tekið til um-
ræðu eitt mesta vandamál hins félagslega van-
þroska íslenzks nútímaþjóðfélags. Hvað á að
verða um gamla fólkið? Afa er hér kippt út
úr hinu gamla sveitasamfélagi inn í nútíma
borgarsamfélag, þar sem sambýli kynslóðanna
tíðkast ekki. Höfundur gefur ekki endanlega
lausn á vandamálinu, heldur sýnir lesandanum
það aðeins í skýru Ijósi og lætur í ljós samúð
sína með því að sýna honum inn í hugarheim
gamals manns. Hér leysist vandamálið með
dauðanum. Það er gangur tilverunnar að vísu,
en vandamálið er óleyst á meðan á biðinni
stendur.
Svava, Asa, kennslukonan, saumakonan og
unga konan á loftinu eru allar, hver á sinn hátt,
fulltrúar konunnar í samfélaginu.
1 Dægurvísa 1965, bls. 31.
2 Dægurvísa 1965, bls. 12.
3 Dægurvísa 1965, bls. 20.
4 Dægurvísa 1965, bls. 62.
11