Mímir - 01.06.1981, Page 8
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON:
UM MERKINGU OG HLUTVERK
ÍSLENSKRA AÐALTENGINGA
O. Pessi grein er hluti ritgerðar sem ég skrifaði
haustið 1980 og kom í stað prófs í námsþættinum
Samtímaleg og söguleg merkingarfræði á kandídats-
stigi í íslenskri málfræði. Sakir tímaskorts hef ég
sáralitlu breytt, þótt víða hefði verið ástæða til. Ég
þakka Höskuldi Práinssyni ýmsa aðstoð og ábend-
ingar, sem ég hef þó af ofangreindum ástæðum ekki
tekið allar til greina.
1. INNGANGUR
Hliðskipun setninga og setningarliða
(coordination) virðist koma fyrir í öllum
málum og fylgja ákveðnu mynstri að meira
eða minna leyti (Dik 1972:1). Þrátt fyrir það
hefur hliðtenging fremur lítið verið rannsök-
uð fram undir þetta, og ber margt til. En
með auknum áhuga á allsherjarmálfræði
(Universal Grammar) á síðustu árum hefur
áhersla verið lögð á rannsóknir algilda, og
því hafa augu manna m. a. beinst að hlið-
skipun.
Skilgreiningar á hliðskipun eru margar og
misjafnar; einföld er skilgreining Dik (1972
: 25):
(1) ,,A coordination is a construction consi-
sting of two or more members which are
equivalent as to grammatical function, and
bound together at the same level of structural
hierarchy by means of a linking device.“
(1) er ætlað að ná yfir bæði hliðskipun
heilla setninga, eins og í (2), og einnig ein-
stakra liða, eins og (3):
(2) Jón las bók og María skrifaði bréf
(3) Jón og María lásu bók
„Linking device“ nær einnig yfir tengingu
setninga (eða heilla liða) þótt ekkert tengi-
orð sé þar á milli (Dik 1972:31—2); s. s.
(4) Jón las bók , María skrifaði bréf og
Pétur svaf
Aðaltengingar hafa svipaða merkingu í
málum; „show a considerable resemblance
in their overall grammatical use and in the
set of semantic aspects which they cover in
each language“ (Dik 1972:34). Pær valda
því sjaldan vandræðum þegar verið er að læra
nýtt mál. Oftast er hægt að setja jafnaðar-
merki milli ákveðinnar tengingar í móðurmál-
inu og annarrar í málinu sem verið er að
læra. Þarna er komin ein ástæðan fyrir því
hve lítið hefur verið við þessar tengingar
fengist.
1.1 Islenskar aðaltengingar.
Talsvert hefur verið ritað um aukasetning-
ar í íslensku, uppruna þeirra og afstöðu til
aðalsetningar (sjá einkum Höskuldur Þráins-
son 1979; Haraldur Matthíasson 1959); en
öðru máli gegnir um tengingu aðalsetninga.
Höfundar íslenskra málfræðibóka hafa yfir-
leitt látið sér nægja að telja upp aðalteng-
ingarnar eða koma með einstakar athuga-
semdir um notkun þeirra (Jakob Jóh. Smári
1920:195—7, Björn Guðfinnsson 1938:32,
6