Mímir - 01.06.1981, Síða 8

Mímir - 01.06.1981, Síða 8
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON: UM MERKINGU OG HLUTVERK ÍSLENSKRA AÐALTENGINGA O. Pessi grein er hluti ritgerðar sem ég skrifaði haustið 1980 og kom í stað prófs í námsþættinum Samtímaleg og söguleg merkingarfræði á kandídats- stigi í íslenskri málfræði. Sakir tímaskorts hef ég sáralitlu breytt, þótt víða hefði verið ástæða til. Ég þakka Höskuldi Práinssyni ýmsa aðstoð og ábend- ingar, sem ég hef þó af ofangreindum ástæðum ekki tekið allar til greina. 1. INNGANGUR Hliðskipun setninga og setningarliða (coordination) virðist koma fyrir í öllum málum og fylgja ákveðnu mynstri að meira eða minna leyti (Dik 1972:1). Þrátt fyrir það hefur hliðtenging fremur lítið verið rannsök- uð fram undir þetta, og ber margt til. En með auknum áhuga á allsherjarmálfræði (Universal Grammar) á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á rannsóknir algilda, og því hafa augu manna m. a. beinst að hlið- skipun. Skilgreiningar á hliðskipun eru margar og misjafnar; einföld er skilgreining Dik (1972 : 25): (1) ,,A coordination is a construction consi- sting of two or more members which are equivalent as to grammatical function, and bound together at the same level of structural hierarchy by means of a linking device.“ (1) er ætlað að ná yfir bæði hliðskipun heilla setninga, eins og í (2), og einnig ein- stakra liða, eins og (3): (2) Jón las bók og María skrifaði bréf (3) Jón og María lásu bók „Linking device“ nær einnig yfir tengingu setninga (eða heilla liða) þótt ekkert tengi- orð sé þar á milli (Dik 1972:31—2); s. s. (4) Jón las bók , María skrifaði bréf og Pétur svaf Aðaltengingar hafa svipaða merkingu í málum; „show a considerable resemblance in their overall grammatical use and in the set of semantic aspects which they cover in each language“ (Dik 1972:34). Pær valda því sjaldan vandræðum þegar verið er að læra nýtt mál. Oftast er hægt að setja jafnaðar- merki milli ákveðinnar tengingar í móðurmál- inu og annarrar í málinu sem verið er að læra. Þarna er komin ein ástæðan fyrir því hve lítið hefur verið við þessar tengingar fengist. 1.1 Islenskar aðaltengingar. Talsvert hefur verið ritað um aukasetning- ar í íslensku, uppruna þeirra og afstöðu til aðalsetningar (sjá einkum Höskuldur Þráins- son 1979; Haraldur Matthíasson 1959); en öðru máli gegnir um tengingu aðalsetninga. Höfundar íslenskra málfræðibóka hafa yfir- leitt látið sér nægja að telja upp aðalteng- ingarnar eða koma með einstakar athuga- semdir um notkun þeirra (Jakob Jóh. Smári 1920:195—7, Björn Guðfinnsson 1938:32, 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.