Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 16
verður umsagnarliðurinn hér að sjá um and-
stæðuna; en þar er hún ekki frekar fyrir
hendi en í (32).
Ef mismunandi merkingarþættir valda
notkun en, þarf ekki mikið til. Þannig finnst
mér t. d. (41) þokkaleg:
(41) ?Jon barði Maríu, en lamdi Gunnu
Að vísu gerir maður alla jafna ráð fyrir að
berja merki sama og lemja. En ef við heyrum
setningu á við þessa myndum við líklega
hugsa sem svo (í samræmi við ,,The Coopera-
tive Principle“), að mælandinn hlyti að gera
einhvern mun á berja og lemja (með þáttum
eins og [±FAST], [±ÁKAFT] eða ein-
hverju svipuðu). Þarna skiptir persónulegt
mat ekki máli, né heldur þekking á heimin-
um.
Sennilega er algengast að tvenns konar
munur sé á e«-setningum, annaðhvort í
frumlagi og umsagnarlið (sbr. (28)a), eða á
tveim stöðum í umsagnarliðnum (sbr. (29)a).
Það er þó ekki sama hvers eðlis munurinn
er. Það dugar ekki að mismunur sé á tveim-
ur stöðum innan sama liðar, sbr. (42)—(44):
2.2.2 EN í sambandi við neitun.
Þótt tvenns konar munur setninga geti
réttlætt notkun en er hún sjaldnast algjör
skylda. Það er þá helst ef neitun er í ann-
arri setningunni:
(46) ?*Jón barði Maríu og Pétur (barði)
ekki (Maríu)
(47) ??Jón kyssti Maríu og (kyssti) ekki
Stínu
í setningum á við (47) virðist þó allt í lagi
að nota og ef sögninni er sleppt í seinni setn-
ingunni. E. t. v. tengist þetta eitthvað vanda-
málum varðandi yfirgrip (scope) neitunar,
en út í það er ekki hægt að fara hér.
Ef neitunin kemur á undan samtenging-
unni er oft notað heldur í stað en. Þar sem
sögn er sleppt á eftir tengingunni er þetta
skylda:
(48) Jón kyssti ekki
Maríu
*og
*en
heldur
Stínu
Sé sögnin höfð með í seinni liðnum, má hins
vegar nota en:
(42) *Jón barði [nl Maríu og Gunnu] en
(Jón barði) [nl Stínu og Siggu]
(43) *Jón kyssti Maríu [ai. balc við hús]
en (Jón kyssti Maríu) [al niðri í
kjallara]
(44) *Jón barði Maríu [al þegar hún
kyssti Guðmund] en (Jón barði
Maríu) [ al þegar hún beit Pétur]
Að vísu dugar tvenns konar munur innan
sl, sbr. (29)a. Hvort það bendir til að sl
sem heild sé ekki til (sjá Baker 1978:259
—79) skal ég ekki segja um. Hið sama virð-
ist geta gerst í ákveðnum al;
(45) Jón kyssti Maríu [al seint í gær]
en (Jón kyssti Maríu) [al snemma
í dag]
(49) Jón kyssti
ekki Maríu
í en
[ heldur
kyssti Stínu
Einhvern veginn virðist sem neitun hengi sig
í sögnina í (48), og við skiljum seinni hluta
hennar svo, að neitunin eigi við hann líka;
þ. e. sem (50), en ekki (51);
(50) ~K(j,(m & s))
(51) K(j,(~m & s))
þar sem K = kyssa, j=Jón, m = María, s =
Stína. Heldur virðist á einhvern hátt breyta
yfirgripi neitunarinnar, þannig að við skilj-
um (48) sem (51). Aftur á móti má tákna
(49) sem (52):
(52) (~K(j,m)) & (K(j,s))
14