Mímir - 01.06.1981, Side 31

Mímir - 01.06.1981, Side 31
ferðamynstrinu. Mynstur Auðunar þáttar flækist þó örlítið vegna þess að hann á skipti við tvo konunga, sem þar að auki eiga í ófriði sín á milli. Suðurganga Auðunar þjón- ar einungis þeim tilgangi að dýpka mannlýs- ingar þeirra Auðunar og Sveins, þar er hnykkt á þeirra helstu mannkostum, staðfestu Auð- unar og veglyndi Sveins. Rómarförin getur vart talist neinn útúrdúr, þar sem hún teng- ist meginviðfangsefninu jafn vel og raun ber vitni. Auðunar þáttur sem smásaga. Auðunar þáttur hefur iafnan notið mikilla vinsælda, enginn þáttur hefur jafn oft verið gefinn út, auk þess sem hann hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Jónas Kristiáns- son fer örugglega með rétt mál þegar hann segir um Auðunar þátt: ,,. . . á íslensku frum- máli hefur hann verið prentaður oftar en nokkurt annað rit í óbundnu máli“ (T. Krist- jánsson ’78:346). Þátturinn er varðveittur í tveimur stórum handritum, Flateyjarbók og Morkinskinnu. Texti Morkinskinnu er fáorð- aðri og knappari og hann er vfirleitt notaður í útgáfum, t.a.m. í útgáfu Islenskra fornrita. Fagurfræðilegt mat á þættinum er yfirleitt á einn veg: ..Auðunar þáttur er sannkölluð perla meðal Islendinaa þátta. Islensk frásagn- arlist birtist þar á fullkomnasta stigi“ ÍB.K.Þ. og G. T. ’43:cv). „Auduns-táten ár en briljant beráttelse“ (Wikander ’64:90) Fullvrðingar sem þessar grundvallast á því hversu frásögn- in er hnitmiðuð og hversu meistaralega þræð- ir verksins mætast að lokum í hápunkti bess. Það er fullvrt hér að framan að borri fs- lendin.ga þátta fullnæm í flestu þeim kröf- um sem gerðar eru til smásagna. Auðunar báttur er Ivsandi dæmi hvað betta varðar. Efnið er rakið á knappan og hlutlægan hátt og siónarhornið er fastbundið. 011 framsetn- ing efnisins miðar að því að draga upp sem skýrasta mynd af aðalpersónunum þremur, þ.e. Auðuni, Haraldi konungi harðráða og Sveini Ulfssyni Danakonungi. I samskiptum þeirra koma mannkostirnir fram og með giörðum sínum skýra þeir myndirnar og dýpka skuggana í lýsingunum. Frásögnin takmarkast við fáa atburði, raunar aðeins fjóra, og eru þeir rækilega svið- settir. Samtöl eru stærsti hluti frásagnarinn- ar og framsetningin því mjög leikræn. 1. svið markast af fvrri fundi Auðunar og Flaralds, áður en Auðunn kemst til Danmerkur. 2. svið er viðræður Auðunar og Sveins fyrir pílagrímsferðina. 3. svið er seinni samvera Auðunar og Sveins og undirbúningur heirn- ferðar. 4. svið er seinni fundur Auðunar og Haralds, áður en Auðunn heldur vfir hafið eftir vel lukkaða utanferð. Öll áherslan er lögð á að láta þessar stórkostlegu manngerðir varpa ljósi hverja á aðra, enda liggja gæði þáttarins fyrst og fremst í eftirminnilegum mannlýsingum. Hin rnikla ögun í frásögninni verður enn virðingarverðari þegar það er haft í huga að frásögnin býður upp á marga freistandi útúr- dúra. En sem betur fer er ekki fallið fyrir neinum freistingum. Landsháttum í Noregi, Danmörku og á Grænlandi er ekkert lýst, enda tíðkast það ekki í fornsögunum vfir- leitt. Engat tilraunir eru gerðar til að Ivsa ferðum Auðunar, sem væru mikið sagnaefni. ..Hann ferr nú síðan suðr með landi ok í Vík austr ok bá til Danmerkr“ (363). ,,Síðan lætr hann í haf ok komr í Nóreg“ (367). ....ok fór út begar um sumarit til Islands“ (3681. Jafnvel Rómarför Auðunar er lýst í eins fáum orðum og komist verður af með, ef Fkamlegt ástand hans er undanskilið: ,.Nú fór bann ferðat sinnar, unz hann komr suðr í Rómaborg. Ok er hann hefir bar dvalzk sem hann tíðir, bá ferr hann antr; . . .“ (364). Þessi gífurle.ga ögu.n í frásövninni fær stuðn- ing af málfarinu, sem er sérlega meitlað. Frá- sögnin er algerlega bundin við bemað, sem e.t.v. mætti orða svo: Með staðfestu og heið- arleika kallarðu fram hið jákvæða t náung- anum og kemst leiðar binnar í lífinu. Sjálfstæði Auðunar þáttar gagnvart öðrum 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.