Mímir - 01.06.1981, Side 45

Mímir - 01.06.1981, Side 45
sinni á undanförnum árum að umsjónarmenn þess þáttar hafa tvímælalaust gert stórbölvun í mállegum efnum. Par hefur nefnilega verið haldið fram slíkum fordómum að engu tali tekur. Menn hafa þar fordæmt skilyrðislaust ýmis atriði sem eru almennt mál og reynt að telja hlustendum trú um að þarna væri um að ræða svonefndar dönskuslettur eða þá ensk áhrif. Ágæt atviksorð eins og eilthvert í sambandinu að fara eithvert (sbr. Hvert fór hann? Hann fór þangað/eitthvert) hafa verið lýst í bann og umsjónarmenn hafa jafnvel viljað hlutast til um á hvern hátt u- hljóðvarp kæmi fram í orðum eins og hanani (banönum var talið ótækt og þá væntanlega fapönum líka en hönunum (eða var það hön- önum?) hið eina rétta (og þá væntanlega Jöpunum)). Spyrja mætti hvaðan mönnum kemur umboð til að gefa fyrirmæli af þessu tagi. A. m. k. er ljóst að þau eru lítt til þess fallin að efla skilning hlustenda á móðurmál- inu en henta ágætlega til að vekja hjá þeim óöryggi og málótta (ef þeir eru t. d. vanir að fara eitthvert að leita sér að banönum) eða þá til að herða þá í fordómum og lítilsvirð- ingu á málfari náungans (ef þeir hafa áður verið vanir að fara eitthvað í leit að hönun- um). Þessi misnotkun þáttarins Daglegt mál er talsvert alvarleg vegna þess að mikið er á hann hlustað. Því væri þar kjörið tækifæri til að fræða menn um málið, benda á mis- munandi málvenjur o. fl. og reyna að stuðla að víðsýni, skilningi og jafnvel umburðar- lyndi í mállegum efnum. Það er reyndar ekki því að neita að það hafa sumir umsjónar- menn þáttarins líka reynt að gera, þótt þeir hafi stundum fengið litla þökk fyrir. ís- lenskukennarar í skólum gætu líka — og ættu — að reyna það sama og umfram allt að reyna að leggja niður háð og spott þegar þeir fjalla um málfar nemenda sinna. Það er það sem ég hef annars staðar kallað „mannúðar- stefnu í málvöndun“ (1981). En til þess að kennarar geti sinnt slíku málfræðsluhlutverki þurfa þeir sjálfir að fá góðan undirbúning undir starfið og við þurfum líka að afla okk- ur betri þekkingar á því máli sem nú er tal- að á íslandi. Það getur svo sem verið gaman að mönn- um sem eru fullir af fordómum og þröng- sýnir úr hófi fram, en slíkir menn eru ekki heppilegir kennarar fyrir viðkvæmar sálir. Það er líka óálitlegt þegar þessum mönnum er gefið tækifæri til að troða mállegum for- dómum sínum upp á alþjóð undir því yfir- skini að þeir séu „íslenskufræðingar“ eins og það er kallað og þeir einir viti því hvernig á að tala íslensku. Það þætti líklega einhvers staðar innræting í lagi. HEIMILDIR: Helgi Guðmundsson. 1977. Um ytri aðstæður ís- lenzkrar málþróunar. S'fótíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, bls. 314—323. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík. Höskuldur Práinsson. 1981. Mál og skóli. Skíma II. Kristján Árnason. 1979. íslenskt mál — íslenskt samfélag: svolítil athugasemd. íslenskt mál 1:202 —207. * INGVAR GÍSLASON I. Með spurningunni er sennilega átt við það hvort menn telji að ríkisvaldið eigi að hafa afskipti af málþróun og tungumálakunnáttu landsmanna, í þessu tilfelli íslenskukunnáttu 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.