Mímir - 01.06.1981, Page 46

Mímir - 01.06.1981, Page 46
íslendinga sjálfra. Ég tel ekki áhorfsmál að ríkisvaldiö eigi að stuðia að því að Isiending- ar séu sem best uppfræddir um mái sitt og þjóðmenningu. Og miklu skiptir livernig mái- ió þróast. Isienska á að vera og er forgangs- námsgrein í hinu almenna skólakerfi. Isienska er mái Islendinga. Stefnan á að vera sú að svo geti ætíð orðið. Málið er tæki manna til þess að tala saman. Þetta tæki þarf að vera í góðu lagi. Þess vegna er málrækt nauðsyn, hvort heldur er séð frá hagnýtu sjónarmiði — það er hagnýtt að vera vel mæltur og skrif- andi — eða því sem varðar almenna menntun fólks og menningu heillar þjóðar — það er menntandi að læra vel móðurmál sitt. Ég sé ekkert vit í því að íslendingar taki upp ann- að mál í stað íslenskunnar. Þess vegna eiga íslendingar enga aðra leið en að rækja vel ís- lenskt mál á öilum sviðum. Vanrækt tungu- mál er ofurselt deyfð eða dauða. Ég nefndi fyrr að íslenskan eigi að vera forgangsnámsgrein í almenna skólakerfinu, þar á meðal í dagvistarstofnunum vil ég bæta við úr því um það er spurt. En það þarf fleira til, ef rækja á íslenskt mál. Háskólinn hefur miklu hlutverki að gegna í því sambandi. Ég tel að íslenskunám og rannsóknir á íslensku máli og íslenskum fræðum yfirleitt eigi að vera öflugt starfssvið í Háskóla íslands. Á- stundun íslenskra málvísinda er beinlínis hag- nýtt viðfangsefni auk þess sem hún er menn- ingarleg skylda íslensks háskóla. Ég tel einnig að fjölmiðlar, blöð, útvarp, sjónvarp o. s. frv., sé kjörinn vettvangur fyrir málrækt, ef vilji er til þess að nýta þá mögu- leika sem þar er að finna. íslenska ríkisút- varpið hefur stuðlað að móðurmálsfræðslu en mætti gera betur. Annars eru áhrif fjölmiðla á málið vafalaust mest fólgin í því hvernig þeir, sem nota fjölmiðlana, tala eða skrifa. II. Þegar meta skal „stöðu“ íslenskunnar er vafalaust að mörgu að hyggja. Ég hlýt að við- urkenna að sú viðmiðun sem ég hef í huga í þessu stutta svari er ekki fullnægjandi. En ef dæmt er út frá því hversu margir mæla á ís- lensku þá er ljóst, að íslensku tala nú fleiri en nokkru sinni fyrr. Islenska er þjóðtunga Is- lendinga. Algert sammæli er, að svo skuli vera um aldur og ævi. Það sannar að sínu leyti góða „stöðu“ íslenskunnar. Aldrei hefur verið skrifað jafnmikið á íslensku sem nú á dögum. Utgáfa íslenskra bóka og blaða er mikil að vöxtum. E. t. v. má deila um gæði þessa lestrarefnis. En ég bendi á að núlifandi menn hafa samið bókmenntaverk sem skipað er í öndvegi samtíðarbókmennta heimsins. Það getur varla bent til annars en að staða íslenskunnar sé sterk á líðandi stund. Hitt er annað að nútímaaðstæður „ögra“ málinu umfram það sem áður var. Rétt er að búast til varnar gegn ögrunum, en fyrst og fremst er nauðsynlegt að vita í hverju slíkar ögranir eru fólgnar, hverjar þær eru. Vörninni verður að haga eftir því. Umræður um „mál- pólitík“ mættu að mínum dómi snúast um það hvaða hættur steðja að máli og málþróun. Það mætti í því sambandi spyrja: I hverju er íslensku máli áfátt umfram aðrar þjóðtungur, t. a. m. ensku, sem margir íslenskir mennta- menn hafa tileinkað sér sem fræðimannamál? Er skýrslumálið, öðru nafni stofnanamálið, ögrun við íslenska málþróun? Ef svo er, hvernig er hægt að kenna skýrslugerðarmönn- um að skrifa og tala betra mál? Er þeim ekki fremur þörf á leiðbeiningum en álcúrum eða hæðnisglósum? Er ekki nýyrðasmíð nauðsyn- legur þáttur í vörn gegn þeirri ögrun sem ís- lenskan verður fyrir vegna framandi áhrifa? I sambandi við stefnumótun varðandi íslenskt mál legg ég mikla áherslu á efling málnefnda, nýyrðasmíð og orðabókaútgáfu. Málnefnd hef- ur lengi verið verklítil og vanrækt, en ég tel mig hafa á einu ári gert talsvert til þess að vekja hana af dvala, þótt betur megi ef duga skal. Annars er ég ekki svartsýnn á stöðu ís- lenskunnar. Hún plumar sig sæmilega. 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.