Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 84

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 84
hann þá verið látinn laus og farið þangað, sem hættan var, og lagað það sem þurfti. Hafi skip- stjóri sagt, að þeir ætti honum líf að launa og lofað að biðja honum náðar af konungi. En er á höfn var komið, hafi skipstjóri gjört mönnum veizlu, hafi Sigurður þá drukkið um of og orðið svæsinn og slegið einn af skipsmönnum. Hafi skipstjóri þá sagt, að eigi mundi tjá að biðja fyrir ógæfu hans, og hafi eigi orðið af því. (231) Þannig er að skilja á munnmælunum að Sig- urður hafi fengið tækifæri til náðunar svip- að og Grettir, en ógæfa hans orðið til að ónýta það. Ekki veit ég hversu algengt það hefur verið að dæmdum stórglæpamönnum hafi verið haldin ,,partí“ við komuna til Hafnar, né heldur um möguleika skipstjóra til að fá þá náðaða hjá kóngi sínum, en grun- ar þó að hvort tveggja hafi verið fremur fá- títt. Um áfengisneysluna er það að segja, að hún er nefnd fyrr í sögunni í sambandi við bæjarbraginn á heimili þeirra Gottsveins- sona: Það orð lá á, að heimilisbragurinn hefði versnað, eftir því sem börnin stálpuðust. Var Sigurði einna mest um það kennt, hann þótti svæsnast- ur. Það bætti og eigi um, að allir bræðurnir, nema Tón eldri, hnegðust [svo] til drykkjuskap- ar, er þeir uxu upp. (64) Á móti kemur hins vegar að í lýsingu sinni á Sigurði finnst Þórði sýslumanni af einhverj- um sökum ástæða til að láta eftirfarandi orð falla: Han bruger ingeslags Tobak og giör heller ikke meget af Brændeviin, som, hvis han drikker det, ikke ophidser ham, men hellere giör ham meer stille. (Bréfab. Árn. III, 7, nr. 567). Þó ekki sé mikið á þessum ummælum að byggja sýna þau þó að ekki hafa allir verið á einu máli um vínhneigð Sigurðar eða svæsni hans undir áhrifum. Hvað sem öðru líður má af framansögðu slá því föstu að frásögn Brynjúlfs beri svip af Grettlu. Þessi dæmi styðja einnig þá til- gátu að Sigurður hafi í munnmælunum orð- ið eins konar hetja sem dregið hafi að sér minni annars staðar að og þá ekki hvað síst úr goðsögninni um Gretti (sbr. Óskar Hall- dórsson 1977). Það styður sú staðreynd að ógæfuhugmyndin er lítt áberandi í sögunni í heild og finnst varla utan þeirra dæma sem hér hafa verið tekin. Reyndar má benda á að Brynjúlfi sjálfum var Grettla allhugleikin eins og athuganir hans á staðfræði sögunn- ar bera með sér (Br. J. 1910). Því má ekki útiloka þann möguleika að hann hafi sjálfur fágað fyrrgreindar sagnir og þannig vitandi eða óafvitandi aukið Grettlueinkenni þeirra. Líklega væri þá áhrifa hans einkum að Jeita í tilsvörunum. Svo mikið er víst, að hann hefur ekki farið að spinna upp heilar sagnir og fella þær inn í söguna. Hitt er alls ekki hægt að útiloka, að hann hafi meitlað til- svörin, og líkingin við Grettlu þá orðið enn meira sláandi en ella. Hafi hann krukkað eitthvað í umræddar sagnir hefur aðeins orð- ið á þeim stigsmunur en ekki eðlis. Grettis- mótívið er að finna í kjarna þeirra ekki síð- ur en í þeim orðum sem persónum eru lögð í munn. Nú er ekki svo að skilja að Sigurður verði holdtekja Grettismýtunnar. Til þess eru þeir í mörgu tilliti allt of ólíkar fígúrur. M. a. s. kraftadella þeirra brýst út á ólíkan hátt. Grettir vegur mann og annan og iðkar lyft- ingar þess á milli meðan Sigurður brýtur hlekki sína og sýnir frækileg stökk, en fyrra atriðið er stutt heimildum eins og áður var getið. Því má a. m. k. slá föstu að Sigurður hafi verið illa haldinn af kraftadellu á töluvert háu stigi, eða svo er að sjá af vitnisburðin- um sem hann fékk í fangelsinu og ummæl- um sýslumanns í sömu veru. Samanburður- inn við Gretti sýnir hins vegar tilhneigingu munnmælanna til að forma hann í Grettis- mótinu. Eitt höfuðeinkenni útlagamýtunnar, og þar með Grettis, er að útlaganum verður vel til kvenna (sbr. Óskar Halldórsson 1977: 634). Ekki er laust við að saga Brynjúlfs ljái Sigurði þessi einkenni þó í smáu sé. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.