Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 89
eign þeírra við yfirvöldin. Þar við bætist
sjónarmið sem Páll Melsteð lýsir svo vel í
bréfi, sennilega 1836, þar sem hann leggst
gegn því að Kolbeinssynir verði báðir látnir
lausir úr fangelsi. Orsökin er m. a. þessi:
. . . en Reise til Danmark, selv om det er for
at indsættes i en Straffeanstalt, i den eenfoldigste
Almues 0jne her i Landet gjælder for et Siags
Forfremmelse, hvilket atter giör selv den lös-
ladte Forbryder en vis Anseelse og Indflydelse
iblandt sine Ligemænd, der, hvis han ei for
Alvor er vendt tilbage fra Lasternes Vej, kan
blive farlig for den offentlige Sikkerhed.
(Bréfab. Árn. III, 9, nr. 249).
Brynjúlfur tilfærir í tvígang þá sögn að
móðir Sigurðar hafi gefið hann djöflinum
þegar hún gekk með hann til að forða föð-
ur hans frá ákæru fyrir sauðaþjófnað (69,
252). Skýring hans er þessi: ,,Er auðráðið,
að hún hefir viljað segja þetta syni sínum
til málsbóta, er hún heyrði svo almennt á-
felldan“ (69). Þarf ekki að efast um að slíkir
áfellisdómar hafi verið kveðnir upp yfir Sig-
urði af öllum þorra fólks fyrst í stað a. m. k.
En ef fyrrverandi tukthúslimir hafa átt greiða
leið að hjörtum landsmanna fyrir það eitt að
hafa stigið á erlenda grund, þá má nærri
geta hverjar taugar þjóð í sjálfstæðisbaráttu
hlýtur að hafa haft til þeirra sem fallið höfðu
í valinn „á útivelli“ og áttu ekki afturkvæmt
í eigin persónu.
Líklegast er að hetjugerving Sigurðar komi
eklci til að ráði fyrr en sagnir af „fangavarð-
arvígi“ hans eru komnar á kreik. Um það
atriði er þó að sjálfsögðu erfitt að fullyrða
með nokkurri vissu. Nauðsynlegt er t. d. að
minna á að frásögn Brynjúlfs ber öll nokkur
merki hetjugervingar. Það má þó skýra þann-
ig að hetjugervingin „gangi til baka“ og hafi
þannig áhrif á sagnir þær er greina frá fyrri
atburðum. Lífshlaup hetjunnar mótast þá
allt, manna á meðal, af þeim atburðum er
drógu hana til dauða í munnmælunum.
Nú kjmni einhver að segja að hetjuverk
Sigurðar séu öll í anda sannleikans; hann
hafi í raun verið verndari hinna smáu og
refsivöndur þeirra sem meira máttu sín. Þá
er þess að gæta að til eru sagnir þar sem
hlutverk hans er af allt öðrum toga (sbr. Is-
lenzkir sagnaþ. III. 65—66), auk þess sem
vitnisburður traustari heimilda rennir litlum
stoðum undir göfugt hlutskipti hans í lífinu.
Áður hefur verið minnst á tvö atriði sem
fyrir koma í sögunni til skýringar á gerðum
Sigurðar. Annars vegar er ógæfuhugmyndin
sem hann á í kompaníi við Gretti sterka,
hins vegar sögnin um að móðir hans hafi
gefið hann djöflinum, sem telst víst þjóð-
sagnaminni (sbr. Br. J. 1975:56nm). Brynj-
úlfi er síðari skýringin nokkur þyrnir í aug-
um, en hann lætur hins vegar ekki beinlínis
í ljós álit sitt á hinni fyrri. í lok frásagnar-
innar af Sigurði birtist síðan þriðja skýring-
in, öllu nútímalegri en hinar tvær. Hún er
líka í einkar skemmtilegu samhengi. Kvæði
M. Lau, sem lýsir Sigurði sem iðrandi synd-
ara, er nýlokið, og í kjölfarið fylgir þessi
klausa:
Pað er mál manna, að Sigurður hafi borið af
öllum bræðrum sínum bæði vöxt, vaxtarlag og
fríðleik, afl hreysti, fimleik og alla atgjörvi.
Pykir líklegt, að ævi hans hefði orðið allt á
annan veg, ef auðna hefði veitt honum betra
uppeldi. (248)
Þessi skýring á það raunar sameiginlegt með
þeirri sem segir hann hafa verið gefinn djöfl-
inum að skella skuldinni á móður hans öðr-
um fremur. Henni er nefnilega lýst sem hinu
versta foraði í sögunni, svo jafnvel Brynjúlfi
sjálfum blöskrar á köflum. Öllum ber skýr-
ingunum reyndar saman um að skrifa brest-
ina í fari Sigurðar á hans eigin reikning.
Munurinn felst einungis í því hvort með-
fæddir eða áunnir eiginleikar liggi að baki.
Þessar skýringartilraunir verða þó að telj-
ast nokkuð utanveltu í sögunni. Eins og áð-
ur hefur verið bent á verður andúðar í garð
Sigurðar lítt eða ekki vart þar; þvert á móti
gætir aðdáunar á hreysti kappans, réttlæt-
ingar á gerðum hans, en orsakaleitar aðeins
87