Mímir - 01.06.1998, Side 6

Mímir - 01.06.1998, Side 6
6 Ásdís Arnalds Hv-framburður í fortíð og nútíð Inngangur Mörg tungumál hafa afbrigði í máli sem bundin eru ákveðnum hópum eða landssvæð- um. Þessi afbrigði skilja mállýskur hverja frá annarri og geta verið mismikil. í sumum tungu- málum getur fólk sömu þjóðar ekki skilið hvert annað ef það talar ekki sömu mállýsku. Svo er ekki og hefur aldrei verið á íslandi. ís- lenskan er einleitari en flest önnur tungumál. Hér á landi eru mállýskur lítt frábrugðnar hver annarri og það fyrirfinnst ekki stéttbundinn mállýskumunur. Sums staðar á íslandi ber á orðum sem ekki tíðkast í öðrum hlutum landsins, auk þess sem kyn orða geta verið bundin landssvæðum. ís- lensku mállýskurnar eru þó aðallega bundnar við framburð. Eitt af staðbundnu mállýskueinkennum ís- lenskunnar er hinn svonefndi hv-framburður. Hann kemur aðallega frarn hjá málnotendum í Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu. Yfirleitt er talað um tvenns konar hv-framburð, þ.e. kringda framburðinn [xwj annars vegar og ókringda framburðinn [x] hins vegar. Þessi framburðareinkenni koma fyrir í orðum sem hefjast á hv-. Þeir sem ekki hafa hv-framburð bera orð sem hefjast á hv- fram með kv-fram- burði [khv]. Hv-framburðurinn er upprunalegri en kv- framburðurinn og kem ég til með að minnast á þær heimildir sem sýna hvenær farið var að nota síðari framburðinn. Síðan fjalla ég um helstu rannsóknir á íslenskum mállýskum sem gerðar hafa verið, aðallega með tilliti til þessara framburðareinkenna. í síðasta kaflanum ræði ég um þær hug- myndir sem komið hafa upp um samræmingu framburðar og reyni að komast að niðurstöðu um hvort rétt sé að samræma framburð. 1. Hv- verður kv- 1.1 Varð hv->kv- í framburði fyrir 1800 Hv- í framstöðu hefur þróast á mismunandi vegu í norrænu málunum og virðist munurinn á þróuninni hafa átt sinn hlut í skiptingu nor- ræna málsvæðisins í mállýskur (sbr. Guðmund Sæmundsson 1971:23). Breytingin hv->kv- hef- ur orðið víða í norrænum málum en hún hefur hafist löngu síðar á íslandi en annars staðar þar sem hún varð á Norðurlöndum (sbr. Gunnar Karlsson 1965:20). Þótt ótvíræðar heimildir um kv- framburð í stað hv- framburðar séu af skornum skammti þar til á seinni hluta 18. ald- ar hefur ýmislegt verið tínt til. Árni Böðvarsson telur elstu öruggu dæmin um að hv- stuðli við k- vera frá síðari hluta 18. aldar og koma fyrir hjá skáldunum Sigurði Pét- urssyni (1759-1827) og Benedikí Jónssyni Gröndal (1762-1825) (sbr. Árna Böðvarsson 1951:170). Sigurður Pétursson yrkir til dæmis: Eg vid brjóstin Abrahams / ei lítill skal þreýa / en qvar þeim verdi qvala hams / kann eg ekki’ að segja. Neðanmáls í útgáfu Ljóðmæla hans frá 1844 kemur fram að qvar og qvala sé norðlenska fyrir bvar og hvala. í Ferðabók sinni minnist Eggert Ólafsson á að kv-framburður sé notaður í stað hv-fram-

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.