Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 6
6 Ásdís Arnalds Hv-framburður í fortíð og nútíð Inngangur Mörg tungumál hafa afbrigði í máli sem bundin eru ákveðnum hópum eða landssvæð- um. Þessi afbrigði skilja mállýskur hverja frá annarri og geta verið mismikil. í sumum tungu- málum getur fólk sömu þjóðar ekki skilið hvert annað ef það talar ekki sömu mállýsku. Svo er ekki og hefur aldrei verið á íslandi. ís- lenskan er einleitari en flest önnur tungumál. Hér á landi eru mállýskur lítt frábrugðnar hver annarri og það fyrirfinnst ekki stéttbundinn mállýskumunur. Sums staðar á íslandi ber á orðum sem ekki tíðkast í öðrum hlutum landsins, auk þess sem kyn orða geta verið bundin landssvæðum. ís- lensku mállýskurnar eru þó aðallega bundnar við framburð. Eitt af staðbundnu mállýskueinkennum ís- lenskunnar er hinn svonefndi hv-framburður. Hann kemur aðallega frarn hjá málnotendum í Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu. Yfirleitt er talað um tvenns konar hv-framburð, þ.e. kringda framburðinn [xwj annars vegar og ókringda framburðinn [x] hins vegar. Þessi framburðareinkenni koma fyrir í orðum sem hefjast á hv-. Þeir sem ekki hafa hv-framburð bera orð sem hefjast á hv- fram með kv-fram- burði [khv]. Hv-framburðurinn er upprunalegri en kv- framburðurinn og kem ég til með að minnast á þær heimildir sem sýna hvenær farið var að nota síðari framburðinn. Síðan fjalla ég um helstu rannsóknir á íslenskum mállýskum sem gerðar hafa verið, aðallega með tilliti til þessara framburðareinkenna. í síðasta kaflanum ræði ég um þær hug- myndir sem komið hafa upp um samræmingu framburðar og reyni að komast að niðurstöðu um hvort rétt sé að samræma framburð. 1. Hv- verður kv- 1.1 Varð hv->kv- í framburði fyrir 1800 Hv- í framstöðu hefur þróast á mismunandi vegu í norrænu málunum og virðist munurinn á þróuninni hafa átt sinn hlut í skiptingu nor- ræna málsvæðisins í mállýskur (sbr. Guðmund Sæmundsson 1971:23). Breytingin hv->kv- hef- ur orðið víða í norrænum málum en hún hefur hafist löngu síðar á íslandi en annars staðar þar sem hún varð á Norðurlöndum (sbr. Gunnar Karlsson 1965:20). Þótt ótvíræðar heimildir um kv- framburð í stað hv- framburðar séu af skornum skammti þar til á seinni hluta 18. ald- ar hefur ýmislegt verið tínt til. Árni Böðvarsson telur elstu öruggu dæmin um að hv- stuðli við k- vera frá síðari hluta 18. aldar og koma fyrir hjá skáldunum Sigurði Pét- urssyni (1759-1827) og Benedikí Jónssyni Gröndal (1762-1825) (sbr. Árna Böðvarsson 1951:170). Sigurður Pétursson yrkir til dæmis: Eg vid brjóstin Abrahams / ei lítill skal þreýa / en qvar þeim verdi qvala hams / kann eg ekki’ að segja. Neðanmáls í útgáfu Ljóðmæla hans frá 1844 kemur fram að qvar og qvala sé norðlenska fyrir bvar og hvala. í Ferðabók sinni minnist Eggert Ólafsson á að kv-framburður sé notaður í stað hv-fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.