Mímir - 01.06.1998, Síða 9

Mímir - 01.06.1998, Síða 9
9 vestan. Því má ætla að breytingin hafi hafist á þeirn slóðum. Þegar Björn Guðfínnsson gerði rannsókn sína (sjá kafla 2.1) var kjarnasvæði hv-fram- burðarVestur-SkaftafelIssýsla.Yngra fólkið not- aði þó hv-framburðinn mun minna en það eldra. Við rannsóknina skipti hann landinu í þrjú svæði miðað við framburð, þ.e. kv-svæði, tvö blendingssvæði og hv-svæði (1950:173- 176) . Marklínuna milli kv-svæðisins og vestra blendingssvæðisins dró hann við Norðurá í Mýrasýslu. Hv-svæðið náði yfir suðurhluta Suð- ur-Múlasýslu, Skaftafellssýslur og Rangárvalla- sýslu. Blendingssvæðið austan lands náði norð- an frá Sandvíkurheiði suður að Skriðdals- hreppi og Fáskrúðsfjarðarhreppi. Að lokinni rannsókn sinni taldi Björn eitt vera augljóst: ,,/öf-framburðurinn er að útrýma öv-framburð- inum á blendingssvæðunum, og hv-svæðið minnkar óðum frá báðum hliðum“ (1950:176- 177) . Á tuttugustu öldinni hefur kv- framburður- inn þrengt rnjög að hv-framburðinum og eins og sjá má hér á eftir er hv-framburðurinn á mjög miklu undanhaldi. 2. Rannsóknir á hv-framburði 2.0 Inngangur Það má segja að Stefán Einarsson hafi verið frumkvöðull í rannsóknum á mállýskum ís- lendinga þegar hann ferðaðist um Austurland árið 1930 og kannaði framburð manna. Það var svo ekki fyrr en á fímmta áratug þessarar aldar að gerð var allsherjarrannsókn til að kanna út- breiðslu einstakra afbrigða í framburði íslend- inga. Það var Björn Guðfinnsson sem fram- kvæmdi hana en því miður tókst honum ekki að ljúka henni því hann lést sökum heilsu- brests á miðjum starfsaldri. í lok áttunda ára- tugarins var gerð framburðarkönnun á vegurn Kennaraháskóla íslands og var það fýrsta skipulega rannsóknin þar sem heimildum um framburð íslendinga var safnað á segulband (sbr. Ingólf Pálmason 1983:29, neðanmáls). Árið 1980 hófst síðan umfangsmikil rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) sem beindist fyrst og fremst að framburði. 2.1 Rannsókn Björns Guðfinnssonar Björn Guðfinnsson fékkst við mállýsku- rannsóknir á árunum 1941-44. Það var í raun fyrsta allsherjarrannsókn á íslenskum mállýsk- um hér á landi. Hann hljóðkannaði um það bil 12. hvern íslending um allt land og lagði mesta áherslu á börn á aldrinum 10 til 13 ára. Hann beitti við rannsóknir sínar lestraraðferð, sam- talsaðferð, spurnaraðferð og ritunaraðferð. Þegar Björn gerði rannsókn sína á hv- og kv- framburði skipti hann hljóðhöfunum í þrennt: a) þá sem höfðu hv-framburð b) þá sem höfðu kv-framburð c) þá sem höfðu blandaðan framburð, þ.e. þeir hljóðhafar sem nota hv-framburð og kv-framburð á víxl. Dæmi um niðurstöður Björns má sjá í töflu 1 á bls 10. Eins og sjá má á þessari töflu er hv-fram- burðurinn algengastur í Skaftafellssýslum og í Rangárvallasýslu. Þegar komið er í Borgarfjarð- arsýslu verður kv-framburðurinn ríkjandi og þegar norðar dregur verður hann þeim mun al- gengari. Það er athyglisvert hversu skörp skilin eru milli N-Þingeyjarsýslu og N-Múlasýslu. í N- Þingeyjarsýslu hafa næstum allir kv-framburð en í N-Múlasýslu ekki nema um helmingur manna. Hv-framburðurinn eykst svo til muna þegar sunnar dregur og nær hámarki eins og fyrr segir í Skaftafellssýslum. Hv-framburðurinn hjá upprunalegum kv- hljóðhöfum var oft mjög kringdur. Björn komst líka að því að fáir höfðu ókringda fram- burðinn, sem á aðalheimkynni sín í Skaftafells-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.