Mímir - 01.06.1998, Side 10

Mímir - 01.06.1998, Side 10
10 Tafla 1: hv-framb. kv-framb. blandaður framb. Gullbringu- og Kjósarsýsla 17,79% 57,77% 24,45% Borgarfjarðarsýsla 15,91% 65,91% 18,18% Mýrasýsla 6,48% 89,81% 3,7% Snæfellsnessýsla 0% 99,51% 0,49% Eyjafjarðarsýsla 0% 99,67% 0,33% N-Þingeyjarsýsla 1,87% 98,13% 0% N-Múlasýsla 21,85% 52,94% 25,21% S-Múlasýsla 61,71% 17,12% 21,17% Skaftafellssýslur 89,62% 1,41% 9,02% Rangárvallasýsla 87,86% 1,73% 10,4% Árnessýsla 59,63% 13,98% 26,4% sýslum, óblandaðan. Þeir notuðu kringda fram- burðinn jafnhliða hinum ókringda og varð kringingin mismikil. Þeir sem voru á hv-svæðinu en höfðu kv- framburð voru flestir í tengslum við kv-svæðið eða blendingssvæðið. Svipað er að segja um þá sem voru á kv-svæðinu en höfðu hv-einkenni. Þeir voru ýmist aðfluttir eða höfðu áunnin hv- einkenni. 2.2 Rannsókn Ingólfs Pálmasonar Á árunum 1977-78 var gerð framburðarkönnun á vegum Kennaraháskóla íslands og var Ingólfur Pálmason einn þeirra sem að könnuninni stóðu. Við könnunina var notuð lestrarað- ferð, þ.e.a.s. hljóðhafar voru látnir lesa ákveðinn texta inn á segulband. Þegar rætt er um hv-framburð er aðallega átt við tvö framburðarafbrigði, kringda fram- burðinn [xwj og ókringda framburðinn [x]. Ingólfur vill bæta einu framburðarafbrigði við, hv-framburði með tannvaramæltu hljóði, þ.e. [xv]. Þegar Björn Guðfínnsson gerði rannsókn sína nefndi hann einungis tvö fýrrnefndu af- brigðin. Ingólfur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að tannvaramælta afbrigðið væri töluvert útbreitt. Ingólfur ber niðurstöður sínar á framburði í Austur-Skaftafellssýslu saman við rannsókn Björns Guðfinnssonar. Heildartölur er að sjá í eftirfarandi töflu úr grein Ingólfs Pálmasonar (1983:45). Tölurnar benda greinilega til þess að hv- framburður sé mjög á undanhaldi í Austur- Skaftafellssýslu. Tafla 2: Hljóðhafar: hv-framb. bland. framb. kv-framb. BG 59 52 (88,14%) 6 (10,17%) 1 (1,69%) IP 94 38 40,43%) 52 (55,32%) 4 (4,25%)

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.