Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 11
11 2.3 Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) hófst árið 1980. Forystumenn þeirrar rann- sóknar eru Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason prófessorar. Stefnt var að því að ræða við um það bil hundrað rnanns í hverri sýslu og taka umræðurnar upp á segulband. Hösk- uldur og Kristján skiptu þátttakendum í limrn aldursflokka: 20 ára og yngri, 21-45 ára, 46-55 ára, 56-70 ára og 71 árs og eldri. Þeir lögðu áherslu á að ná til barna á sama aldri og Björn Guðfinnsson hafði lagt áherslu á og þeirra sem Björn hafði prófað 40 árum fyrr. í grein sinni Um málfar Vestur-Skaftfell- inga fjalla Kristján Árnason og Höskuldur Þrá- insson að hluta til um þær niðurstöður úr þeim hluta könnunarinnar sem gerður var í Vestur-Skaftafellssýslu (1983). Þar kemur í ljós að hv-framburðurinn hefur látið verulega und- an síga.Að þeirri niðurstöðu komast Kristján og Höskuldur með samanburði við rannsókn Björns Guðfinnssonar. Þeir komust að því að hv-framburður væri ekki einungis að hverfa hjá ungu kynslóðinni heldur væri hann á und- anhaldi hjá mörgurn sem höfðu haft hv-fram- burð 40 árum fyrr þegar Björn gerði sína könn- un (sjá Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason 1983:86-87). Þegar Björn Guðfinnsson gerði rannsókn sína taldi hann Reykjavík vera á blendings- svæði. Þá höfðu 8,82% reykvískra barna hrein- an hv-framburð en 14,27% blandaðan fram- burð. Niðurstöður RÍN sýna að einungis 2,7% unglinga höfðu blandaðan framburð og engir hreinan hv-framburð (sjá Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason 1984:26). Samkvæmt þessu er Ijóst að hv-framburður er á undanhaldi á svæði sem var tiltölulega hreint hv-framburðarsvæði og á svæði þar sem hv-framburður var að einhverju leyti blandað- ur. Af þessu má því ætla að hv-framburður hafi látið verulega undan síga á öllu landinu. 3- Samræming framburðar 3.0 Inngangur Margar þjóðir hafa þurft að samræma fram- burð sinn og mynda ríkismál. Meginástæða þess er sú að fólk innan þjóðfélagsins talar það ólíkar mállýskur að það skilur ekki hvert ann- að. Ríkismálið er þá kennt í skólum, notað op- inberlega o.s.frv. Lítill muntir er á íslenskum mállýskum og heftir hann ekki skapað nein félagsleg vandamál. Því hefur almennt ekki verið talin þörf á því að samræma framburð. Þó hafa komið upp hugmyndir um samræmingu framburðar og er í því sambandi helst að nefna Björn Guðfinnsson. Þeir sem hafa aðhyllst sam- ræmingu framburðar hafa annars vegar viljað sporna við breytingum á íslenskri tungu og hins vegar haft viðleitni til þess að fegra málið (sbr. Halldór Halldórsson 1955:83). 3.1 Tillögur Björns Guðfinnssonar Til samræmingar á íslenskum framburði taldi Björn Guðfinnsson að velja skyldi (sjá Björn Guðfinnsson 1981:74): 1) réttmæli sérhljóða frarn yfir flámæli. 2) hv-framburð fram yfir kv-framburð. 3) harðmæli fram yfir linmæli. Hann telur þessi atriði skipta mestu máli. „Hljóðkerfi íslenskrar tungu mundi raskast stórkostlega ef þessar mállýskur liðu undir lok“ (Björn Guðfinnsson 1981:77).Björn notar fímm sjónarmið við val á framburði, þ.e. tipp- runasjónarmið, útbreiðslusjónarmið, kennslu- sjónarmið, fegurðarsjónarmið og stafsetningar- sjónarmið (1981:77). Hv-framburðurinn er upprunalegri en kv- framburðurinn. Ef rniðað er við uppruna ætti upprunasjónarmiðið að styðja hv-framburð- inn. Kv-framburðurinn er orðinn miklu út- breiddari en hv-framburðurinn og á tímum L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.