Mímir - 01.06.1998, Page 11
11
2.3 Rannsókn á íslensku
nútímamáli (RÍN)
Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN)
hófst árið 1980. Forystumenn þeirrar rann-
sóknar eru Höskuldur Þráinsson og Kristján
Árnason prófessorar. Stefnt var að því að ræða
við um það bil hundrað rnanns í hverri sýslu
og taka umræðurnar upp á segulband. Hösk-
uldur og Kristján skiptu þátttakendum í limrn
aldursflokka: 20 ára og yngri, 21-45 ára, 46-55
ára, 56-70 ára og 71 árs og eldri. Þeir lögðu
áherslu á að ná til barna á sama aldri og Björn
Guðfinnsson hafði lagt áherslu á og þeirra sem
Björn hafði prófað 40 árum fyrr.
í grein sinni Um málfar Vestur-Skaftfell-
inga fjalla Kristján Árnason og Höskuldur Þrá-
insson að hluta til um þær niðurstöður úr
þeim hluta könnunarinnar sem gerður var í
Vestur-Skaftafellssýslu (1983). Þar kemur í ljós
að hv-framburðurinn hefur látið verulega und-
an síga.Að þeirri niðurstöðu komast Kristján
og Höskuldur með samanburði við rannsókn
Björns Guðfinnssonar. Þeir komust að því að
hv-framburður væri ekki einungis að hverfa
hjá ungu kynslóðinni heldur væri hann á und-
anhaldi hjá mörgurn sem höfðu haft hv-fram-
burð 40 árum fyrr þegar Björn gerði sína könn-
un (sjá Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason
1983:86-87).
Þegar Björn Guðfinnsson gerði rannsókn
sína taldi hann Reykjavík vera á blendings-
svæði. Þá höfðu 8,82% reykvískra barna hrein-
an hv-framburð en 14,27% blandaðan fram-
burð. Niðurstöður RÍN sýna að einungis 2,7%
unglinga höfðu blandaðan framburð og engir
hreinan hv-framburð (sjá Höskuld Þráinsson
og Kristján Árnason 1984:26).
Samkvæmt þessu er Ijóst að hv-framburður
er á undanhaldi á svæði sem var tiltölulega
hreint hv-framburðarsvæði og á svæði þar sem
hv-framburður var að einhverju leyti blandað-
ur. Af þessu má því ætla að hv-framburður hafi
látið verulega undan síga á öllu landinu.
3- Samræming framburðar
3.0 Inngangur
Margar þjóðir hafa þurft að samræma fram-
burð sinn og mynda ríkismál. Meginástæða
þess er sú að fólk innan þjóðfélagsins talar það
ólíkar mállýskur að það skilur ekki hvert ann-
að. Ríkismálið er þá kennt í skólum, notað op-
inberlega o.s.frv. Lítill muntir er á íslenskum
mállýskum og heftir hann ekki skapað nein
félagsleg vandamál. Því hefur almennt ekki
verið talin þörf á því að samræma framburð. Þó
hafa komið upp hugmyndir um samræmingu
framburðar og er í því sambandi helst að nefna
Björn Guðfinnsson. Þeir sem hafa aðhyllst sam-
ræmingu framburðar hafa annars vegar viljað
sporna við breytingum á íslenskri tungu og
hins vegar haft viðleitni til þess að fegra málið
(sbr. Halldór Halldórsson 1955:83).
3.1 Tillögur Björns Guðfinnssonar
Til samræmingar á íslenskum framburði
taldi Björn Guðfinnsson að velja skyldi (sjá
Björn Guðfinnsson 1981:74):
1) réttmæli sérhljóða frarn yfir flámæli.
2) hv-framburð fram yfir kv-framburð.
3) harðmæli fram yfir linmæli.
Hann telur þessi atriði skipta mestu máli.
„Hljóðkerfi íslenskrar tungu mundi raskast
stórkostlega ef þessar mállýskur liðu undir
lok“ (Björn Guðfinnsson 1981:77).Björn notar
fímm sjónarmið við val á framburði, þ.e. tipp-
runasjónarmið, útbreiðslusjónarmið, kennslu-
sjónarmið, fegurðarsjónarmið og stafsetningar-
sjónarmið (1981:77).
Hv-framburðurinn er upprunalegri en kv-
framburðurinn. Ef rniðað er við uppruna ætti
upprunasjónarmiðið að styðja hv-framburð-
inn. Kv-framburðurinn er orðinn miklu út-
breiddari en hv-framburðurinn og á tímum
L