Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 12
12
Björns hafði hann þegar meiri útbreiðslu. Mið-
að við útbreiðslusjónanniðið ætti því að velja
kv-framburð fram yfir hv-framburð. Það er
erfítt að segja til um hvort auðveldara sé að
kenna barni hv-framburð sem alist hefur upp
við kv-framburð eða öfugt. Það hlýtur að vera
einstaklingsbundið. Því fínnst mér varhugavert
að ætla að velja út frá kennslusjónarmiði. Það
er endalaust hægt að deila um það hvor fram-
burðurinn er fallegri. Þar af leiðandi er ótækt
að velja út frá fegurðarsjónarmiði. Miðað við
stafsetningarsjónarmiðið er hægt að taka hv-
framburðinn fram yfir kv-framburðinn því að
hann helst ntjög í hendur við stafsetninguna.
Fræðslumálastjórn vísaði tillögum Björns
til heimspekideildar Háskóla íslands en þar var
lagst gegn því að koma upp samræmdum frarn-
burði „en sú tillaga sett frarn að öllum frarn-
burðarmállýskum skyldi gert nokkurn veginn
jafn hátt undir höfði. Þó var lögð áhersla á að
halda bæri í harðmæli og hv-framburð“ (Hösk-
uldur Þráinsson og Indriði Gíslason 1993:14).
3.2 Á að samræma íslenskan
framburð?
Samræming framburðar mundi „ . . . stuðla
að því að gefa félagslegum hleypidómum byr
undir báða vængi“ (Halldór Halldórsson
1955:85). Með henni gæti myndast yfirstéttar-
mál og fólk færi í mannjöfnuð. Ég tel Halldór
Halldórsson hafa mikið til síns máls þegar
hann nefnir þetta sem röksemd á móti sam-
ræmingu framburðar.
Ef kenna ætti einhver ákveðin afbrigði
framburðar þyrftu margir að læra framburð
ýmissa orða alfarið upp á nýtt. Halldóri Hall-
dórssyni og Birni Guðfinnssyni var þó báðurn
Ijóst að samræming á framburði yrði, hvort
sem fólki líkaði betur eða verr.
Sumir munu vera andvígir hvers konar samræmingu á
framburði. [- - -] En í því sambandi verður að hafa hugfast, að
ákveðin samrceming er að farafram. Hinn eldri framburð-
ur er hvarvetna á undanhaldi, og verði málið látið afskipta-
laust, getur ekki liðið langur tími, unz t.d. fet>-framburður sigr-
ar ttf-framburð, linmæli sigrar harðmæli og flámæli útrýmir
réttmæli (Björn Guðfinnsson 1981:77).
Árið 1986 skilaði nefnd á vegum mennta-
málaráðherra álitsgerð um málvöndun og
framburðarkennslu í grunnskólum. Nefndin
telur mikilvægt að varðveita einleiti íslenskrar
tungu, varast fordóma gagnvart smávægilegum
staðbundnum einkennum og sporna við fram-
burðarnýjungum (sjá Höskuld Þráinsson og
Indriða Gíslason 1993:21). Auk þess leggur
nefndin áherslu á það í álitsgerð sinni
... að skipulega sé gengið að fræðslu um íslenskan framburð
og telur nauðsynlegt að móðurmálskennarar séu sem best
að sér um þetta efni. [—]
Þá verða leiðbeinendur að þekkja vel ís-
Ienskar mállýskur og eðli þeirra, þeir verða að
vera til þess færir að fræða um skýrleika í ífam-
burði og átta sig á því að framburður er mis-
munandi eftir aðstæðum (Höskuldur Þráins-
son og Indriði Gíslason 1993:21).
Nú á dögum ber því í skólum að gera grein
fyrir framburðareinkennum mállýskanna en
taka ekkert þeirra fram yfir annað. Hv- og kv-
framburður eiga þar af leiðandi að eiga jafnan
rétt á sér.
Lokaorð
Erfitt getur verið að gera sér grein fyrir
framburði íslendinga fyrr á öldum. Þó er hægt
að notast við ýmsar vísbendingar, s.s. rithátt og
stuðlasetningar. Það er ljóst að hv- er uppruna-
legri en kv-framburðurinn. Við getum þó ekki
sagt til um hvers konar afbrigði af hv-fram-
burðinum hafi tíðkast.
Miklar rannsóknir á framburðarafbrigðum
hafa verið gerðar á 20. öldinni og hafa þær
komið miklu til skila. Stærstan þátt í því hafa
Björn Guðfinnsson, Höskuldur Þráinsson og
Kristján Árnason átt. Þótt rannsókn Björns
Guðfinnssonar sé barn síns tíma þá hefur hún
skipt sköpum fyrir síðari tíma rannsóknir.
Rannsóknir hafa sýnt að hv-framburðurinn