Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 17

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 17
17 hann hafði lesið frumkvöðlana Ezra Pound og T.S. Eliot í þýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. En hann felldi sig ekki við myrkan og torræð- an ljóðstíl þeirra, a.m.k. ekki til eftirbreytni. Steinn Steinarr og Hannes Sigfússon, sem voru honum samtíða þar, urðu aftur á móti mun hrifnari af þess háttar yrkingum.29 En Jón hefur nefnt Magnús Ásgeirsson sem einn sinna höfuðáhrifavalda, væntanlega í listrænum vinnubrögðum.30 Ástæðan fyrir því að „það vilja allir tala um ÞorpúT er vafalaust sú að bókin er viss kafli í sögu íslenskrar ljóðagerðar. Hún á sér rætur í hefðbundnum, breiðum frásagnarskáldskap en umhverfið sem ljóðin spretta upp úr og fram- setningin ljá henni sérstæðan blæ. Þorpið er líka einkar heilsteypt ljóðasafn.31 4. Nokkrir þættir í gerð og þróun þorpsljóðanna Ég hef alltaf ort um þorpið, ekki aðeins í þessari bók [Þorpinu]. Menn hafa einblínt á hana en ekki komið auga á að ég hef ort um þetta efni frá fyrstu bók til þeirrar síðustu.'2 Nú verður litið á fáein ljóð, frá löngum skáldferli Jóns úr Vör, sem eiga það sammerkt að þorpið er á einhvern hátt í bakgrunninum. Heiti undirkaflanna eiga ekki að tákna „endan- lega flokkun" þorpsljóðanna heldur er þeim ætlað að vera til viðmiðunar um algenga efnis- þætti. Eitt og sama ljóðið getur t.d. hæglega fall- ið undir „nærmynd úr basli og fátækt“ og sára minningu. Val Ijóðanna miðast við það sem dæmigert getur talist af þorpsskáldskap Jóns úr Vör. 4.1 Yfirlitsmyndir og vanga- veltur um hlutskipti manna „Sumardagur í þorpinu við sjóinn"33 er myndaröð af náttúru og mannlífi í sjávarpláss- inu. Það hefst á notalegri stemningu í dögun: Morguninn er svo mildur og hljóður, máttvana svali blæs af hafi. Við unnarsteina er aldan á skrafi, - allir bátarnir komnir í róður. Morguninn er svo mildur og fagur, máfar og kríur sofa í náðum, þó mun nú rofin þögnin bráðum; - það er að renna upp sólskinsdagur. Síðan kviknar mannlífið og myndum er brugðið upp af vinnandi mönnum og konum, krökkum að leik;það er hávaði,fjör og slorlykt. Og í lokin: Já, þannig er lífið í þorpum við sjóinn og þannig er fólksins æfisaga, um sólskinsbjarta sumarsins daga. - Hn svo kemur vetur með frostið og snjóinn. Ljóðið lýsir venjulegum sumardegi í þorp- inu og það er Ijúft að lifa en þó er ekki laust við ugg og kvíða fyrir því ókomna; allt er þetta nú undir veðri og náttúru komið. Þarna er hefðbundið bragform en hljómur kvæðisins og umgjörð eru hluti af heildarblæ þess og áhrif- um, t.d. í upphafinu: Löng orð og atkvæðafjöldi línanna gerir hrynjandina líðandi og hljóðin sem stuðla eru mjúk og þýð. Sjónarhornið er einnig vítt í ljóðinu „Þurrk- ur“.34 Þar eru dregnar upp myndir af þorpsbú- um að þurrka saltfisk í blíðu júníveðri. Það er létt yfir fólkinu og „kotapilturinn“ lætur sig dreyma, a.m.k. „ef ekki gerir skúr“. Ljóðformið er frjálst og málið hversdagslegt: Ungar stúlkur, sem fjötra bylgjur hársins með litríkum borðum úr silki, strákar, sem ganga með laust hálsmálið og ermalausar skyrtur svo hnyklar vöðvanna sjást, þegar þeir hafa mikið á börunum. „Hafið og fjallið“ heitir annað Ijóðið í röð- inni í ÞorpinuP í lokaerindinu hljómar stef sem á sér mörg tilbrigði í þorpsljóðunum: Kirkja er okkur ströndin og hafið og fjallið, guðspjall dagsins vanmáttur mannsins í lífi og dauða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.